Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. september 2025 17:59 Donald Trump hefur ekki misst trúna á liði Bandaríkjanna. Mandel Ngan-Pool/Getty Images Donald Trump er mættur á Ryder bikarinn, fyrstur Bandaríkjaforseta, til að styðja lið Bandaríkjanna til sigurs gegn Evrópu. Hann hefur ekki misst trúna þrátt fyrir erfiðan morgun hjá bandaríska liðinu. Trump mætti á svæðið rétt áður en síðdegiskeppnin hófst, ásamt barnabarni sínu Kai Trump sem stefnir á að spila golf fyrir háskólann í Miami. Stemningin var ekkert stórkostleg meðal Bandaríkjamanna því staðan var þá 3-1 fyrir Evrópu eftir fjórar viðureignir í fjórmenningi um morguninn. Xander Schaufelle og Patrick Cantlay björguðu stigi fyrir Bandaríkin í síðustu viðureigninni. „Ég hef á tilfinningunni að hlutirnir muni snúast hérna“ sagði fyrirliði Bandaríkjanna, Keegan Bradley, þegar hann sá flugherinn fljúga yfir svæðið til að boða komu Trump. Áhorfendaskarinn hresstist líka við að sjá þjóðarleiðtogann og Trump fullvissaði fólk um að Bandaríkin myndu vinna mótið. „Við munum klára þetta, á einn veg eða annan, við munum klára þetta“ sagði Trump við blaðamenn eftir mikilfengnar móttökur. 🚨 HOLY CRAP! Ryder Cup crowd in New York goes CRAZY for President Trump and his granddaughter Kai, breaks out into chants of "USA! USA!"This is what a president who is loved by his fellow countrymen looks like. The energy is UNMATCHED. 🇺🇸 pic.twitter.com/WrM0TTb0KR— Eric Daugherty (@EricLDaugh) September 26, 2025 Forsetinn leiddi síðan Bryson DeChambeau og Ben Griffin, kylfinga Bandaríkjanna út í síðdegiskeppnina, sem er tiltölulega nýhafin og er í beinni útsendingu á Sýn Sport 4. President Donald Trump walks Bryson DeChambeau and Ben Griffin to the first tee of the Ryder Cup pic.twitter.com/WjqBxG4Ctq— Jomboy Media (@JomboyMedia) September 26, 2025 Trump er fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem mætir á Ryder bikarinn. Varaforsetinn Dan Quayle mætti á keppnina sem var kölluð „stríðið við ströndina“ árið 1991, en lét lítið fyrir sér fara og vildi ekki draga að sér athygli. Þáverandi forseti, George H.W. Bush var mikill golfáhugamaður en horfði á keppnina í Hvíta húsinu og mætti ekki sjálfur fyrr en eftir að forsetatíðinni lauk. Þá hafa Bill Clinton og Barack Obama boðið sigurliðum Bandaríkjanna í heimsókn í Hvíta húsið, líkt og Donald Trump mun líklega gera ef liðinu tekst að snúa taflinu við. Ryder bikarinn er í beinni útsendingu á Sýn Sport 4. Ryder-bikarinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Trump mætti á svæðið rétt áður en síðdegiskeppnin hófst, ásamt barnabarni sínu Kai Trump sem stefnir á að spila golf fyrir háskólann í Miami. Stemningin var ekkert stórkostleg meðal Bandaríkjamanna því staðan var þá 3-1 fyrir Evrópu eftir fjórar viðureignir í fjórmenningi um morguninn. Xander Schaufelle og Patrick Cantlay björguðu stigi fyrir Bandaríkin í síðustu viðureigninni. „Ég hef á tilfinningunni að hlutirnir muni snúast hérna“ sagði fyrirliði Bandaríkjanna, Keegan Bradley, þegar hann sá flugherinn fljúga yfir svæðið til að boða komu Trump. Áhorfendaskarinn hresstist líka við að sjá þjóðarleiðtogann og Trump fullvissaði fólk um að Bandaríkin myndu vinna mótið. „Við munum klára þetta, á einn veg eða annan, við munum klára þetta“ sagði Trump við blaðamenn eftir mikilfengnar móttökur. 🚨 HOLY CRAP! Ryder Cup crowd in New York goes CRAZY for President Trump and his granddaughter Kai, breaks out into chants of "USA! USA!"This is what a president who is loved by his fellow countrymen looks like. The energy is UNMATCHED. 🇺🇸 pic.twitter.com/WrM0TTb0KR— Eric Daugherty (@EricLDaugh) September 26, 2025 Forsetinn leiddi síðan Bryson DeChambeau og Ben Griffin, kylfinga Bandaríkjanna út í síðdegiskeppnina, sem er tiltölulega nýhafin og er í beinni útsendingu á Sýn Sport 4. President Donald Trump walks Bryson DeChambeau and Ben Griffin to the first tee of the Ryder Cup pic.twitter.com/WjqBxG4Ctq— Jomboy Media (@JomboyMedia) September 26, 2025 Trump er fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem mætir á Ryder bikarinn. Varaforsetinn Dan Quayle mætti á keppnina sem var kölluð „stríðið við ströndina“ árið 1991, en lét lítið fyrir sér fara og vildi ekki draga að sér athygli. Þáverandi forseti, George H.W. Bush var mikill golfáhugamaður en horfði á keppnina í Hvíta húsinu og mætti ekki sjálfur fyrr en eftir að forsetatíðinni lauk. Þá hafa Bill Clinton og Barack Obama boðið sigurliðum Bandaríkjanna í heimsókn í Hvíta húsið, líkt og Donald Trump mun líklega gera ef liðinu tekst að snúa taflinu við. Ryder bikarinn er í beinni útsendingu á Sýn Sport 4.
Ryder-bikarinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira