Enski boltinn

Ragnar er fyrir ofan banka­stjórann í Fantasy-deild Kaup­þings

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benedikt Gíslason og Ragnar Jónasson eru saman í Fantasy-deild.
Benedikt Gíslason og Ragnar Jónasson eru saman í Fantasy-deild. vísir/vilhelm

Metsöluhöfundurinn Ragnar Jónasson var gestur Fantasýnar, hlaðvarps Sýnar um Fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Þar greindi hann meðal annars frá því að hann væri fyrir ofan bankastjóra Arion banka í Fantasy-deild þeirra.

Ragnar er einn af fremstu Fantasy-spilurum landsins og er í 4. sæti í Sýnar-deildinni þar sem allir íslenskir fantasy-spilarar eru sjálfkrafa með.

Fantasýnar-strákarnir, þeir Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban, ræddu við Ragnar um góða byrjun hans á tímabilinu í nýjasta þætti hlaðvarpsins.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér.

Ragnari hefur gengið betur í Fantasy í vetur en undanfarin tímabil. Hann fór yfir það hvað hefur breyst hjá sér í ár.

„Ég er ekki að vinna lengur í banka eða innan um fólk. Um leið og áreitið minnkar dags daglega gleymir maður þessu. Oft byrjar maður af miklum áhuga í ágúst á hverju ári, að stilla upp liði og vanda sig og svo þegar líður á gleymist þetta og maður er dottinn niður töfluna og hættir að spá í þessu,“ sagði Ragnar.

Margir vinahópar og vinnustaðir eru með sér Fantasy-deildir, og meðal annars hópur fólks sem vann í Kaupþingi á sínum tíma.  

„Við byrjuðum þetta þegar við vorum í Kaupþingi í gamla daga. Þá þurfti sá sem var neðstur í hverri viku að vera með apa á borðinu sínu. Þetta var mjög hvetjandi,“ sagði Ragnar sem gengur vel í Kaupþingsdeildinni og er efstur þar. Í 2. sætinu er Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.

„Hann er hæfilega langt á eftir mér en hann er góður í þessu. Við Benni erum að koma aðeins á óvart. Yfirleitt erum við neðar í töflunni en eitthvað er að gerast þetta árið.“

Benedikt hefur ekkert breytt liðinu sínu frá 1. umferð en hefur greinilega valið nokkuð gott lið. Ragnar notaði hins vegar Free Hit í 5. umferð.

Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×