80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2025 08:31 Gert er ráð fyrir að mótmælin í dag verði þau stærstu frá 2023, þegar fjöldi fólks mótmælti því að eftirlaunaaldurinn var hækkaður í 64 ár án atkvæðagreiðslu í þinginu. Getty/NurPhoto/Jerome Gilles Gert er ráð fyrir að um 800.000 manns muni taka þátt í mótmælum í Frakklandi í dag, þar sem um 250 mótmælagöngur hafa verið skipulagar út um allt land. Um 80.000 lögreglumenn verða í viðbragðsstöðu vegna mótmælanna. Mótmælendur höfðu þegar komið sér fyrir við samgöngumiðstöðvar í París í morgun og þá höfðu mótmælendur tekið sér stöður við skóla í austurhluta borgarinnar. Gert er ráð fyrir að mótmælin muni hafa veruleg áhrif á samgöngur og skólahald í dag. Flest mótmælanna hafa verið skipulögð af hinum ýmsu stéttarfélögum, sem freista þess að setja þrýsting á nýjan forsætisráðherra, Sébastien Lecornu, að hverfa frá stefnu forvera síns um verulegan niðurskurð í ríkisfjármálunum. Stjórnvöld hafa verið sökuð um að hafa sett hagsmuni fyrirtækja ofar hagsmunum almennings. Lecornu er þriðji forsætisráðherra Frakklands á tólf mánuðum en forverar hans tveir, þeir Michel Barnier og François Bayrou, voru báðir neyddir frá af þinginu vegna deilna um fjárhagsáætlun ríkisins. Forsætisráðherrann nýi, sem var varnarmálaráðherra í ríkisstjórnum Barnier og Bayrou, hefur heitið því að hverfa frá fyrri stefnu en hefur ekki náð að sannfæra stjórnarandstöðuna né landsmenn um að hann hafi raunverulega eitthvað nýtt fram að færa. Lecornu hefur þegar heitið því að falla frá fyrirætlunum Bayrou um að fella niður tvo stórhátíðardaga en verkalýðsfélögin eru uggandi yfir því að hann muni halda því til streitu að skera niður í velferðarmálum. Forsætisráðherrann hefur aðeins nokkar vikur til að leggja fram nýja fjárhagsáætlun, sem verður að vera þannig úr garði gerð að stjórnarandstaðan sjái sér ekki annað fært en að leggja tafarlaust fram vantrauststillögu gegn honum. Frakkland Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Um 80.000 lögreglumenn verða í viðbragðsstöðu vegna mótmælanna. Mótmælendur höfðu þegar komið sér fyrir við samgöngumiðstöðvar í París í morgun og þá höfðu mótmælendur tekið sér stöður við skóla í austurhluta borgarinnar. Gert er ráð fyrir að mótmælin muni hafa veruleg áhrif á samgöngur og skólahald í dag. Flest mótmælanna hafa verið skipulögð af hinum ýmsu stéttarfélögum, sem freista þess að setja þrýsting á nýjan forsætisráðherra, Sébastien Lecornu, að hverfa frá stefnu forvera síns um verulegan niðurskurð í ríkisfjármálunum. Stjórnvöld hafa verið sökuð um að hafa sett hagsmuni fyrirtækja ofar hagsmunum almennings. Lecornu er þriðji forsætisráðherra Frakklands á tólf mánuðum en forverar hans tveir, þeir Michel Barnier og François Bayrou, voru báðir neyddir frá af þinginu vegna deilna um fjárhagsáætlun ríkisins. Forsætisráðherrann nýi, sem var varnarmálaráðherra í ríkisstjórnum Barnier og Bayrou, hefur heitið því að hverfa frá fyrri stefnu en hefur ekki náð að sannfæra stjórnarandstöðuna né landsmenn um að hann hafi raunverulega eitthvað nýtt fram að færa. Lecornu hefur þegar heitið því að falla frá fyrirætlunum Bayrou um að fella niður tvo stórhátíðardaga en verkalýðsfélögin eru uggandi yfir því að hann muni halda því til streitu að skera niður í velferðarmálum. Forsætisráðherrann hefur aðeins nokkar vikur til að leggja fram nýja fjárhagsáætlun, sem verður að vera þannig úr garði gerð að stjórnarandstaðan sjái sér ekki annað fært en að leggja tafarlaust fram vantrauststillögu gegn honum.
Frakkland Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira