„Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2025 11:01 Benjamin Sesko hefur ekki enn skorað fyrir Manchester United. epa/ADAM VAUGHAN Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst á ný um helgina eftir fyrsta landsleikjahlé tímabilsins. Margir standa frammi fyrir stórum ákvörðunum þegar kemur að liðinu sínu í Fantasy og strákarnir í hlaðvarpinu Fantasýn fóru yfir stöðuna í síðasta þætti, meðal annars hvað gera ætti við Benjamin Sesko, framherja Manchester United. Þrátt fyrir að Sesko hafi ekki enn verið í byrjunarliði United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er Sindri Kamban með Slóvenann í Fantasy-liðinu sínu. Pálmi Freyr Hauksson, sem hljóp í skarðið fyrir Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti af Fantasýn, sagði álit sitt á valinu á Sesko. „Leikmaðurinn sem ég myndi segja þú ættir að selja en skil mjög vel að hafa er Sesko út af því að það eru leikir gegn Manchester City og Chelsea. En ég held að við séum báðir með svona Manchester United æxli í heilanum á okkur sem ýtir á heilastöðvarnar og lætur okkur halda að þetta sé góð hugmynd, þegar maður er inni í brennandi húsinu,“ sagði Pálmi. „Mig langar að segja þér að selja Sesko en þú getur varla selt hann núna. Það eru tveir hræðilega erfiðir leikir framundan en manni finnst eins og hann sé að fara að byrja núna. Hann var með einhverja krampa, nýkominn og nýbúinn að fara í læknisskoðun.“ Sesko spilaði níutíu mínútur í báðum leikjum Slóveníu í landsleikjahléinu. „Kannski er hann kominn í leikform og er að fara að vera læstur uppi á topp hjá United því miðað við hæðina á manninum og hvað hann er rosalega góður að lyfta fætinum hátt finnst manni hann vera svolítið góður,“ sagði Pálmi. Sindri er sannfærður um að Sesko muni reima á sig markaskóna og hefur mikla trú á slóvenska framherjanum sem United keypti frá RB Leipzig í sumar. „Ég hugsa svo mikið um að Sesko sé að fara að skora mark. Það hlýtur að fara að gerast,“ sagði Sindri. United mætir grönnum sínum í City klukkan 15:30 á sunnudaginn. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Hlusta má á nýjasta þáttinn af Fantasýn í spilaranum hér fyrir neðan. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Þrátt fyrir að Sesko hafi ekki enn verið í byrjunarliði United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er Sindri Kamban með Slóvenann í Fantasy-liðinu sínu. Pálmi Freyr Hauksson, sem hljóp í skarðið fyrir Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti af Fantasýn, sagði álit sitt á valinu á Sesko. „Leikmaðurinn sem ég myndi segja þú ættir að selja en skil mjög vel að hafa er Sesko út af því að það eru leikir gegn Manchester City og Chelsea. En ég held að við séum báðir með svona Manchester United æxli í heilanum á okkur sem ýtir á heilastöðvarnar og lætur okkur halda að þetta sé góð hugmynd, þegar maður er inni í brennandi húsinu,“ sagði Pálmi. „Mig langar að segja þér að selja Sesko en þú getur varla selt hann núna. Það eru tveir hræðilega erfiðir leikir framundan en manni finnst eins og hann sé að fara að byrja núna. Hann var með einhverja krampa, nýkominn og nýbúinn að fara í læknisskoðun.“ Sesko spilaði níutíu mínútur í báðum leikjum Slóveníu í landsleikjahléinu. „Kannski er hann kominn í leikform og er að fara að vera læstur uppi á topp hjá United því miðað við hæðina á manninum og hvað hann er rosalega góður að lyfta fætinum hátt finnst manni hann vera svolítið góður,“ sagði Pálmi. Sindri er sannfærður um að Sesko muni reima á sig markaskóna og hefur mikla trú á slóvenska framherjanum sem United keypti frá RB Leipzig í sumar. „Ég hugsa svo mikið um að Sesko sé að fara að skora mark. Það hlýtur að fara að gerast,“ sagði Sindri. United mætir grönnum sínum í City klukkan 15:30 á sunnudaginn. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Hlusta má á nýjasta þáttinn af Fantasýn í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira