Formúla 1

Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Max Verstappen stóð uppi sem sigurvegari í ítalska kappakstrinum í dag.
Max Verstappen stóð uppi sem sigurvegari í ítalska kappakstrinum í dag. getty/Beata Zawrzel

Max Verstappen á Red Bull vann ítalska kappaksturinn í Monza í dag. Þetta var þriðji sigur Hollendingsins á tímabilinu.

Verstappen var á ráspól eftir að hafa náð hraðasta hring í sögu Formúlu 1 í gær.

Verstappen er í 3. sæti í keppni ökuþóra með 230 stig. McLaren-maðurinn Oscar Piastri er efstur með 324 stig en samherji hans, Lando Norris, er annar með 293 stig.

Í keppni dagsins báðu stjórnendur McLaren Piastri að gefa 2. sætið eftir til Norris. Piastri kvaðst vera ósammála þessari ákvörðun en lét sig hafa það að hleypa Norris framúr.

Nú munar 31 stigi á Piastri og Norris þegar átta keppnum er ólokið. Hvorki Piastri né Norris hafa áður orðið heimsmeistarar.

George Russell á Mercedes varð fjórði í keppni dagsins og Ferrari-maðurinn Charles Leclerc fimmti. Samherji hans, Lewis Hamilton, varð sjötti.

Næsta keppni fer fram í Aserbaísjan um þarnæstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×