Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2025 09:02 Alexander Isak er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. getty/Nikki Dyer Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. Eftir mikið havarí keypti Liverpool Isak á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann kostaði 125 milljónir punda og er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Strákarnir í Fantasýn telja ekki líklegt að Isak byrji næsta leik Liverpool sem er gegn Burnley þarnæsta sunnudag. „Mér finnst það ólíklegt. Ég las að það væru fjórtán vikur síðan hann æfði með einhverjum liðsfélögum. Það var þegar hann mætti á landsliðsæfingu með Svíþjóð. Mér finnst mjög ólíklegt að hann byrji fyrsta leik, sérstaklega í ljósi þess hversu vel [Hugo] Ekitike hefur verið að spila og líka [Cody] Gakpo. Hann kemur væntanlega inn á í þessum leik og það ræðst væntanlega á því hversu tilbúinn hann er til að byrja,“ sagði Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti af Fantasýn. Ekitike hefur farið vel af stað með Liverpool en margir Fantasy-spilarar spyrja sig nú að því hvort þeir eigi að selja hann fyrst Isak er kominn. „Í fyrsta þættinum töluðum við um að Ekitike og Gakpo væru góðir kostir til skamms tíma. Þangað til Isak kæmi væru þeir öruggir. En nú er Isak kominn og þeir eru að minnsta kosti þrír um þessar tvær stöður svo við tölum ekki um Rio [Ngumoha] og [Federico] Chiesa sem vilja fá einhverjar mínútur,“ sagði Albert. „Isak var keyptur á allan þennan pening og er væntanlega ætlað að fara beint inn í byrjunarliðið. En ætlar [Arne] Slot að finna leið til að láta hann og Ekitike spila saman? Fer annar hvor þeirra út til vinstri eða verður Ekitike fyrir aftan Isak eða fer [Florian] Wirtz út á kant?“ Þeir Albert og Sindri Kamban ræddu einnig hvað Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, myndi gera þegar þátttaka liðsins í Meistaradeild Evrópu hæfist og álagið myndi aukast. Þeir voru sammála um að Slot myndi jafnan spila á sínu sterkasta liði en reyna að dreifa álaginu eins og þurfa þyki. „[Mohamed] Salah er alltaf fastinn. Ég myndi ekki kaupa Isak núna, ég myndi ekki kaupa Ekitike eða Gakpo núna. Ef ég ætti þá myndi ég halda þeim að minnsta kosti í einn leik,“ sagði Albert. Hlusta má á Fantasýn hér fyrir neðan en þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Eftir mikið havarí keypti Liverpool Isak á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann kostaði 125 milljónir punda og er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Strákarnir í Fantasýn telja ekki líklegt að Isak byrji næsta leik Liverpool sem er gegn Burnley þarnæsta sunnudag. „Mér finnst það ólíklegt. Ég las að það væru fjórtán vikur síðan hann æfði með einhverjum liðsfélögum. Það var þegar hann mætti á landsliðsæfingu með Svíþjóð. Mér finnst mjög ólíklegt að hann byrji fyrsta leik, sérstaklega í ljósi þess hversu vel [Hugo] Ekitike hefur verið að spila og líka [Cody] Gakpo. Hann kemur væntanlega inn á í þessum leik og það ræðst væntanlega á því hversu tilbúinn hann er til að byrja,“ sagði Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti af Fantasýn. Ekitike hefur farið vel af stað með Liverpool en margir Fantasy-spilarar spyrja sig nú að því hvort þeir eigi að selja hann fyrst Isak er kominn. „Í fyrsta þættinum töluðum við um að Ekitike og Gakpo væru góðir kostir til skamms tíma. Þangað til Isak kæmi væru þeir öruggir. En nú er Isak kominn og þeir eru að minnsta kosti þrír um þessar tvær stöður svo við tölum ekki um Rio [Ngumoha] og [Federico] Chiesa sem vilja fá einhverjar mínútur,“ sagði Albert. „Isak var keyptur á allan þennan pening og er væntanlega ætlað að fara beint inn í byrjunarliðið. En ætlar [Arne] Slot að finna leið til að láta hann og Ekitike spila saman? Fer annar hvor þeirra út til vinstri eða verður Ekitike fyrir aftan Isak eða fer [Florian] Wirtz út á kant?“ Þeir Albert og Sindri Kamban ræddu einnig hvað Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, myndi gera þegar þátttaka liðsins í Meistaradeild Evrópu hæfist og álagið myndi aukast. Þeir voru sammála um að Slot myndi jafnan spila á sínu sterkasta liði en reyna að dreifa álaginu eins og þurfa þyki. „[Mohamed] Salah er alltaf fastinn. Ég myndi ekki kaupa Isak núna, ég myndi ekki kaupa Ekitike eða Gakpo núna. Ef ég ætti þá myndi ég halda þeim að minnsta kosti í einn leik,“ sagði Albert. Hlusta má á Fantasýn hér fyrir neðan en þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira