Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. september 2025 11:36 Dómur var kveðinn upp í Kaupmannahöfn dag. EPA/Liselotte Sabroe Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir vörslu barnaníðsefnis. Dómur þess efnis var kveðinn upp í héraðsdómi í Kaupmannahöfn í dag. Hann var ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir sex þúsund myndir og tvö þúsund myndbönd af barnaníðsefni. Þar að auki fannst á heimili ráðherrans fyrrverandi dúkka af barni, ætluð til kynferðislegra athafna. Sass Larsen var fundinn sekur fyrir tvo ákæruliði er snúa að vörslu barnaníðsefnis en sýknaður af því er snéri að dúkkunni. Dómurinn, sem er óskilorðsbundinn, er í samræmi við þá lágmarkskröfu refsingar sem saksóknari hafði farið fram á. Verjandi Sass Larsen segir að ekki hafi verið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýað. Skömmu áður en dómur var kveðinn upp kvaddi Henrik Sass Larsen sér hljóðs þar sem hann baðst afsökunar. „Það er nokkuð sem mig langar að segja. Ég hef það stutt. Ég hef um langa hríð, opinberlega og fyrir rétti, talað um mína persónulegu erfiðleika og þau mistök sem ég hef gert. Það hefur haft gríðarlegar afleiðingar á fleiri en mig,“ sagði Sass Larsen að því er haft er eftir í frétt TV 2. Málsvörn hans byggðist meðal annars á því að hann hafi haft myndefnið í fórum sínum til að rannsaka ofbeldi sem hann hafi sjálfur orðið fyrir sem barn. „Ég vil gjarnan biðja alla þá sem hafa verið beittir misnotkun afsökunar. Ég þekki mörg ykkar. Ætlunin var, að ég myndi hafa uppi á þeim sem gerðu mér þetta. Fyrirgefið, mér þykir þetta leitt.“ Þá minntist hann sérstaklega á þá sem hafi treyst á hann. Hann hafi valdið skaða og grafið undan því sem unnið hafi verið að í sameiningu. Þetta eigi þau og sú samheldni ekki skilið. Um leið ítrekaði hann afsökunarbeiðni sína til þeirra, og allra Dana, sem fylgist með málinu. Loks bað hann fjölskyldu sína og alla nákomna afsökunar. Hann hafi sett þau í ömurlegar aðstæður og málið hafi reynt um of á þá sem standi honum næst. Á því vildi hann einnig biðjast afsökunar. Danmörk Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira
Hann var ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir sex þúsund myndir og tvö þúsund myndbönd af barnaníðsefni. Þar að auki fannst á heimili ráðherrans fyrrverandi dúkka af barni, ætluð til kynferðislegra athafna. Sass Larsen var fundinn sekur fyrir tvo ákæruliði er snúa að vörslu barnaníðsefnis en sýknaður af því er snéri að dúkkunni. Dómurinn, sem er óskilorðsbundinn, er í samræmi við þá lágmarkskröfu refsingar sem saksóknari hafði farið fram á. Verjandi Sass Larsen segir að ekki hafi verið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýað. Skömmu áður en dómur var kveðinn upp kvaddi Henrik Sass Larsen sér hljóðs þar sem hann baðst afsökunar. „Það er nokkuð sem mig langar að segja. Ég hef það stutt. Ég hef um langa hríð, opinberlega og fyrir rétti, talað um mína persónulegu erfiðleika og þau mistök sem ég hef gert. Það hefur haft gríðarlegar afleiðingar á fleiri en mig,“ sagði Sass Larsen að því er haft er eftir í frétt TV 2. Málsvörn hans byggðist meðal annars á því að hann hafi haft myndefnið í fórum sínum til að rannsaka ofbeldi sem hann hafi sjálfur orðið fyrir sem barn. „Ég vil gjarnan biðja alla þá sem hafa verið beittir misnotkun afsökunar. Ég þekki mörg ykkar. Ætlunin var, að ég myndi hafa uppi á þeim sem gerðu mér þetta. Fyrirgefið, mér þykir þetta leitt.“ Þá minntist hann sérstaklega á þá sem hafi treyst á hann. Hann hafi valdið skaða og grafið undan því sem unnið hafi verið að í sameiningu. Þetta eigi þau og sú samheldni ekki skilið. Um leið ítrekaði hann afsökunarbeiðni sína til þeirra, og allra Dana, sem fylgist með málinu. Loks bað hann fjölskyldu sína og alla nákomna afsökunar. Hann hafi sett þau í ömurlegar aðstæður og málið hafi reynt um of á þá sem standi honum næst. Á því vildi hann einnig biðjast afsökunar.
Danmörk Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira