„Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 22:47 Rúnar Kristinsson er þjálfari Fram Vísir/Diego Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var að vonum kátur með sigur sinna manna á toppliði Vals í 21. Umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Fram skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og unnu þar með 2-1 sigur en það var fyrsti sigur liðsins frá 5. Júlí síðastliðnum. Rúnar viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að það væri mikill léttir að ná í sigurinn en það væri ekki einu tilfinningarnar eftir leikinn. „Menn vilja mikið tala um hvað er langt síðan við unnum síðast en lítið talað um hvað við vorum lengi ósigraðir. Það er jákvæðari frétt en þessi neikvæða hlið sem þú ert að draga upp. Frábær og nauðsynlegur sigur. Höfum þurft að grafa djúpt til að finna réttu leiðina til að vinna leik.“ Sagði Rúnar og bætti við: „Það er kannski asnalegt að segja það en mér finnst við hafa spilað mjög vel í langan tíma án þess að fá eitthvað útúr því. Við risum í dag eftir vont tap gegn KA. Fórum aðeins í skotgrafirnar, vörðumst ofboðslega vel og þegar við vorum með boltann vorum við að færa hann á milli okkar. Skorum tvö mörk og vinnum leikinn ekkert sérstaklega ósanngjarnt.“ Eins og fyrr segir skoraði Fram bæði mörk sín í seinni hálfleik en þrátt fyrir það var Rúnar ekki á því að mikill munur hafi verið á frammistöðunni milli hálfleika. „Bara þetta glæsimark frá Aron Jó sem skildi liðin af í hálfleik. Við eigum fullt af hættulegum fyrirgjöfum og sóknum sem við hefðum getað gert betur. Mér fannst við fínir og við töluðum um það í hálfleik að halda áfram sem við vorum að gera vel.“ sagði Rúnar og bætti við um stöðuna í töfluna eftir leik en Fram stökk í 6. Sæti með sigrinum. „Þessi deild er búin að vera svo ofboðslega skrýtin í sumar og er enn. Þetta er þéttur pakki. Nú er bara hreinn úrslitaleikur framundan gegn FH um sæti í efri hlutanum. Sá leikur ræður úrslitum fyrir okkur, ef við vinnum þá fáum við að taka þátt í efri hlutanum en tap þýðir líklega að við verðum að horfa niður fyrir okkur. Það er stutt á milli í þessu, gætum lent í gríðarlegri fallbaráttu ef við gerum ekki vel í næsta leik.“ Framundan er landsleikjahlé fyrir lokaumferðina fyrir tvískiptinguna. Rúnar hafði ekki áhyggjur af því að halda mönnum á tánum þennan tíma. „Menn þurfa að fá eitthvað frí til að hvíla sig og safna orku. Tökum næstu helgi í frí og svo heil vika í undirbúning fyrir leikinn gegn FH. Þegar menn sjá þetta núna fyrir sér, erum búnir að vera í efri hlutanum allt tímabilið á mjög góðum stað. Svo töpum við þremur í röð og dettum þá niður töfluna en nú erum við komnir aftur þarna inn.“ Sagði Rúnar og bætti við að lokum: „Ég held að menn viti alveg hvað það þýðir að taka þátt í efri hlutanum frekar en í neðri. Við vorum þar í fyrra en viljum ekki vera þar aftur. Við höfum metnað til að gera betur en í fyrra.“ Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Fram skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og unnu þar með 2-1 sigur en það var fyrsti sigur liðsins frá 5. Júlí síðastliðnum. Rúnar viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að það væri mikill léttir að ná í sigurinn en það væri ekki einu tilfinningarnar eftir leikinn. „Menn vilja mikið tala um hvað er langt síðan við unnum síðast en lítið talað um hvað við vorum lengi ósigraðir. Það er jákvæðari frétt en þessi neikvæða hlið sem þú ert að draga upp. Frábær og nauðsynlegur sigur. Höfum þurft að grafa djúpt til að finna réttu leiðina til að vinna leik.“ Sagði Rúnar og bætti við: „Það er kannski asnalegt að segja það en mér finnst við hafa spilað mjög vel í langan tíma án þess að fá eitthvað útúr því. Við risum í dag eftir vont tap gegn KA. Fórum aðeins í skotgrafirnar, vörðumst ofboðslega vel og þegar við vorum með boltann vorum við að færa hann á milli okkar. Skorum tvö mörk og vinnum leikinn ekkert sérstaklega ósanngjarnt.“ Eins og fyrr segir skoraði Fram bæði mörk sín í seinni hálfleik en þrátt fyrir það var Rúnar ekki á því að mikill munur hafi verið á frammistöðunni milli hálfleika. „Bara þetta glæsimark frá Aron Jó sem skildi liðin af í hálfleik. Við eigum fullt af hættulegum fyrirgjöfum og sóknum sem við hefðum getað gert betur. Mér fannst við fínir og við töluðum um það í hálfleik að halda áfram sem við vorum að gera vel.“ sagði Rúnar og bætti við um stöðuna í töfluna eftir leik en Fram stökk í 6. Sæti með sigrinum. „Þessi deild er búin að vera svo ofboðslega skrýtin í sumar og er enn. Þetta er þéttur pakki. Nú er bara hreinn úrslitaleikur framundan gegn FH um sæti í efri hlutanum. Sá leikur ræður úrslitum fyrir okkur, ef við vinnum þá fáum við að taka þátt í efri hlutanum en tap þýðir líklega að við verðum að horfa niður fyrir okkur. Það er stutt á milli í þessu, gætum lent í gríðarlegri fallbaráttu ef við gerum ekki vel í næsta leik.“ Framundan er landsleikjahlé fyrir lokaumferðina fyrir tvískiptinguna. Rúnar hafði ekki áhyggjur af því að halda mönnum á tánum þennan tíma. „Menn þurfa að fá eitthvað frí til að hvíla sig og safna orku. Tökum næstu helgi í frí og svo heil vika í undirbúning fyrir leikinn gegn FH. Þegar menn sjá þetta núna fyrir sér, erum búnir að vera í efri hlutanum allt tímabilið á mjög góðum stað. Svo töpum við þremur í röð og dettum þá niður töfluna en nú erum við komnir aftur þarna inn.“ Sagði Rúnar og bætti við að lokum: „Ég held að menn viti alveg hvað það þýðir að taka þátt í efri hlutanum frekar en í neðri. Við vorum þar í fyrra en viljum ekki vera þar aftur. Við höfum metnað til að gera betur en í fyrra.“
Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira