Fótbolti

Ó­vænt tap Atlético í fyrsta leik

Sindri Sverrisson skrifar
Pere Milla fagnaði með skemmtilegum hætti eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Atlético Madrid.
Pere Milla fagnaði með skemmtilegum hætti eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Atlético Madrid. Getty/Alex Caparros

Atlético Madrid varð að sætta sig við 2-1 tap á útivelli gegn Espanyol í fyrstu umferð spænsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld, þrátt fyrir að hafa komist yfir í leiknum.

Julian Álvarez kom Atlético yfir á 37. mínútu þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu.

Miguel Rubio jafnaði metin á 73. mínútu og tíu mínútum síðar náði Pere Milla að skora sigurmarkið með skalla.

Fyrr í kvöld náði Athletic Bilbao að vinna 3-2 sigur gegn Sevilla þar sem Nico Williams var allt í öllu, eftir að hafa tekið þá ákvörðun að halda áfram hjá Athletic. Hann skoraði úr víti og lagði upp mark fyrir Maroan Sannadi. Gestirnir náðu þó að jafna metin en Robert Navarro skoraði sigurmarkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×