Enski boltinn

Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marc Guéhi í baráttu við Mohamed Salah í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Verða þeir samherjar í vetur?
Marc Guéhi í baráttu við Mohamed Salah í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Verða þeir samherjar í vetur? epa/TOLGA AKMEN

Stjórnarformaður bikarmeistara Crystal Palace, Steve Parish, segir að félagið stefni á að selja fyrirliðann Marc Guéhi fyrir lok félagaskiptagluggans til að forðast að hann fari frítt næsta sumar.

Guéhi er á lokaári samnings síns við Palace. Hann var gerður að fyrirliða liðsins í fyrra og lyfti enska bikarnum eftir sigur Palace á Manchester City, 1-0, í maí. Það var fyrsti stóri titilinn í sögu félagsins.

Í gær vann Palace svo Samfélagsskjöldinn eftir að hafa haft betur gegn Liverpool í vítaspyrnukeppni.

Guéhi hefur verið orðaður við Liverpool og það ku vera óskaáfangastaður enska landsliðsmannsins. Englandsmeistararnir eru þó tregir til að borga þær fjörutíu milljónir punda sem Palace metur Guéhi á.

Hinn 24 ára Guéhi hefur einnig verið orðaður við deildabikarmeistara Newcastle United sem bauð í leikmanninn síðasta sumar. Tottenham gerði einnig tilboð í Guéhi í janúar en hafði ekki árangur sem erfiði.

Parish segir að Palace forðist í lengstu löð að láta samning Guéhis renna út og missa hann án greiðsla næsta sumar.

„Að leikmaður á þessu getustigi að fari frítt frá okkur er því miður vandamál fyrir okkur. Síðasta sumar fór Joachim Anderson til Fulham og við höfum ekki efni á að missa þá báða. Við fengum tilboð í janúar en staðan var önnur þá. Við sjáum hvað gerist. En við þurfum nýjan samning eða annars konar lausn,“ sagði Parish.

Guéhi ku vera tilbúinn að klára samning sinn við Palace sem hann hefur leikið með frá 2021. Guéhi hefur leikið 23 landsleiki fyrir England og var í enska liðinu sem lenti í 2. sæti á EM í fyrra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×