Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Atli Ísleifsson skrifar 7. ágúst 2025 08:55 Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, segir að brúin verði vítamínsprauta fyrir syðri hluta Ítalíu. EPA Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið grænt ljós á brúarframkvæmdir sem munu þvera Messínasund og þannig tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Brúin yrði 3,3 kílómetrar að lengd og verður ef af verður, lengsta hengibrú í heimi. Sérstök ráðherranefnd ríkisstjórnar Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá því í gær að samþykkt hafi verið að ráðast í framkvæmdina sem ráðherrarnir segja að muni verða mikil sprauta fyrir efnahagslíf Ítalíu. Fjölmargir hafa hins vegar gagnrýnt framkvæmdina og segja hana kunna hafa slæm áhrif auk þess að kostnaðurinn sé allt of mikill. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Umræður um að tengja Sikiley og meginland Ítalíu með brú hafa staðið svo áratugum skiptir, en ráðherranefndin áætlar nú að framkvæmdum skuli ljúka árið 2032. Gert er ráð fyrir að smíðuð verði hengibrú sem yrði jafnframt sú lengsta í heimi. Lengsta hengibrú í heimi er nú Canakkale-brúin í Tyrklandi, rétt rúmlega tveggja kílómetra löng. Çanakkale-brúin í Tyrklandi er nú lengsta hengibrú í heimi, alls rétt rúmlega tveir kílómetrar að lengd.Getty Meloni segir að framkvæmdin, sem yrði fjármögnuð af ríkinu, yrði vítamínsprauta fyrir suðurhluta landsins sem sé fátækari en nyrðri hluti landsins. „Þetta er ekki auðvelt verkefni en við lítum á þetta sem fjárfestingu í nútíð og framtíð Ítalíu. Okkur líkar hins vegar við erfiðar áskoranir þegar þær eru skynsamlegar.“ Andstæðingar framkvæmdanna hafa bent á að varasamt sé að smíða brú á þessu svæði þar sem jarðskjálftar séu svo tíðir. Kostnaðurinn sé sömuleiðis mikill, hætta sé á umhverfisslysum og þá sé hætta á að mafían komi til með að lauma sér inn í verktakasamninga við gerð brúarinnar. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar ganga út á að á brúnni verði tvö lestarspor og þrjár akreinar fyrir bílaumferð í hvora átt fyrir sig. Ítalía Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Sérstök ráðherranefnd ríkisstjórnar Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá því í gær að samþykkt hafi verið að ráðast í framkvæmdina sem ráðherrarnir segja að muni verða mikil sprauta fyrir efnahagslíf Ítalíu. Fjölmargir hafa hins vegar gagnrýnt framkvæmdina og segja hana kunna hafa slæm áhrif auk þess að kostnaðurinn sé allt of mikill. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Umræður um að tengja Sikiley og meginland Ítalíu með brú hafa staðið svo áratugum skiptir, en ráðherranefndin áætlar nú að framkvæmdum skuli ljúka árið 2032. Gert er ráð fyrir að smíðuð verði hengibrú sem yrði jafnframt sú lengsta í heimi. Lengsta hengibrú í heimi er nú Canakkale-brúin í Tyrklandi, rétt rúmlega tveggja kílómetra löng. Çanakkale-brúin í Tyrklandi er nú lengsta hengibrú í heimi, alls rétt rúmlega tveir kílómetrar að lengd.Getty Meloni segir að framkvæmdin, sem yrði fjármögnuð af ríkinu, yrði vítamínsprauta fyrir suðurhluta landsins sem sé fátækari en nyrðri hluti landsins. „Þetta er ekki auðvelt verkefni en við lítum á þetta sem fjárfestingu í nútíð og framtíð Ítalíu. Okkur líkar hins vegar við erfiðar áskoranir þegar þær eru skynsamlegar.“ Andstæðingar framkvæmdanna hafa bent á að varasamt sé að smíða brú á þessu svæði þar sem jarðskjálftar séu svo tíðir. Kostnaðurinn sé sömuleiðis mikill, hætta sé á umhverfisslysum og þá sé hætta á að mafían komi til með að lauma sér inn í verktakasamninga við gerð brúarinnar. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar ganga út á að á brúnni verði tvö lestarspor og þrjár akreinar fyrir bílaumferð í hvora átt fyrir sig.
Ítalía Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira