Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 09:03 Hannah Hampton fagnar í leikslok ásamt varamarkverði sínum Khiöru Keating sem hefur hoppað upp í fangið á henni. Getty/Harriet Lander Enska kvennalandsliðið í fótbolta varði Evrópumeistaratitil sinn í gær eftir sigur á heimsmeisturum Spánar í vítakeppni í Basel. Hetja liðsins var ásamt fleirum markvörðurinn Hannah Hampton. Hannah Hampton varði tvær af fyrstu þremur vítaspyrnum Spánverja í vítakeppninni og sú fjórða fór síðan framhjá. Spekingarnir í útsendingu norska ríkisútvarpsins komu augu á brellu Englendinga sem gæti hafa átt stóran þátt í sigrinum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball) Starfsmenn enska landsliðsins undirbjuggu Hampton með sérstökum hætti fyrir vítakeppnina. Þeir klipptu hluta af markmannstreyju Hampton og límdu á hana miða með upplýsingum um vítaskyttur spænska liðsins. „Það er svo klassískt að Englendingum detti svona í hug. Þeir vilja alltaf gera hlutina aðeins öðruvísi,“ sagði Andrine Hegerberg, knattspyrnusérfræðingur NRK. Það er þekkt að markverðir séu með upplýsingar um vítaskyttur mótherjanna á vatnsflöskum sínum en enska liðið fór aðra leið að þessu sinni. „Þetta er frábært. Allir ættu að hafa þetta á vatnsflöskunni en staðreyndin er sú að þú gleymir oft því sem þú varst að skoða í spenningnum, þegar þú lætur frá þér flöskuna. Þarna getur hún bara skoðað miðann á hendinni rétt fyrir spyrnuna og hún er með allt á hreinu,“ sagði Kristoffer Løkberg, annar sérfræðingur NRK. Hannah Hampton er 24 ára gömul og leikmaður Chelsea. Saga hennar er stórmerkileg því sem ung stúlka var því spáð að hún gæti ekki spilað fótbolta vegna augnsjúkdóms. Hún fór í margar aðgerðir og gafst aldrei upp. Hún var í EM-hópnum á síðasta Evrópumóti líka en spilaði þá ekki leik því Mary Earps var þá aðalmarkvörður liðsins. Earps gaf ekki lengur kost á sér í landsliðið þegar landsliðsþjálfarinn Sarina Wiegman ýjaði að því að Hampton væri aðeins á undan henni í vetur. Hampton nýtti tækifærið og átti mikinn þátt í sigrum enska liðsins í tveimur vítakeppnum á mótinu. Hún varði líka margoft vel í leikjum enska liðsins. Enska þjóðin saknar því ekki Mary Earps mikið í dag. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) EM 2025 í Sviss Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Hannah Hampton varði tvær af fyrstu þremur vítaspyrnum Spánverja í vítakeppninni og sú fjórða fór síðan framhjá. Spekingarnir í útsendingu norska ríkisútvarpsins komu augu á brellu Englendinga sem gæti hafa átt stóran þátt í sigrinum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball) Starfsmenn enska landsliðsins undirbjuggu Hampton með sérstökum hætti fyrir vítakeppnina. Þeir klipptu hluta af markmannstreyju Hampton og límdu á hana miða með upplýsingum um vítaskyttur spænska liðsins. „Það er svo klassískt að Englendingum detti svona í hug. Þeir vilja alltaf gera hlutina aðeins öðruvísi,“ sagði Andrine Hegerberg, knattspyrnusérfræðingur NRK. Það er þekkt að markverðir séu með upplýsingar um vítaskyttur mótherjanna á vatnsflöskum sínum en enska liðið fór aðra leið að þessu sinni. „Þetta er frábært. Allir ættu að hafa þetta á vatnsflöskunni en staðreyndin er sú að þú gleymir oft því sem þú varst að skoða í spenningnum, þegar þú lætur frá þér flöskuna. Þarna getur hún bara skoðað miðann á hendinni rétt fyrir spyrnuna og hún er með allt á hreinu,“ sagði Kristoffer Løkberg, annar sérfræðingur NRK. Hannah Hampton er 24 ára gömul og leikmaður Chelsea. Saga hennar er stórmerkileg því sem ung stúlka var því spáð að hún gæti ekki spilað fótbolta vegna augnsjúkdóms. Hún fór í margar aðgerðir og gafst aldrei upp. Hún var í EM-hópnum á síðasta Evrópumóti líka en spilaði þá ekki leik því Mary Earps var þá aðalmarkvörður liðsins. Earps gaf ekki lengur kost á sér í landsliðið þegar landsliðsþjálfarinn Sarina Wiegman ýjaði að því að Hampton væri aðeins á undan henni í vetur. Hampton nýtti tækifærið og átti mikinn þátt í sigrum enska liðsins í tveimur vítakeppnum á mótinu. Hún varði líka margoft vel í leikjum enska liðsins. Enska þjóðin saknar því ekki Mary Earps mikið í dag. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira