Handbolti

Tjörvi Týr færir sig um set í Þýska­landi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tjörvi er spenntur fyrir komandi vetri.
Tjörvi er spenntur fyrir komandi vetri. mynd/heimasíða HC Oppenweiler/Backnang

Handknattleikskappinn Tjörvi Týr Gíslason er búinn að finna sér nýtt félag í Þýskalandi.

Hann er nefnilega búinn að semja við HC Oppenweiler/Backnang sem er nýliði í 2. deildinni.

Á síðustu leiktíð var Tjörvi Týr, sem er uppalinn Valsmaður, á mála hjá Bergischer sem vann 2. deildina.

Nýja liðið hans Tjörva er í fyrsta skipti í 2. deild og það kallar á mikinn liðsauka. Tjörvi er einn sjö nýrra leikmanna hjá félaginu.

Tjörvi sagðist hafa samið við félagið því hann vildi vera áfram í Þýskalandi að spila í deildunum sem allir vilja spila í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×