Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 08:01 Feðgarnir Rúnar Sigtryggsson og Andri Már Rúnarsson höfðu starfað saman síðustu þrjú ár. Vísir/Getty Andri Már Rúnarsson ákváð að fara frá Leipzig þegar faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, var rekinn. Hann samdi við Erlangen, er spenntur fyrir því að endurnýja kynnin við Viggó Kristjánsson og ekkert stressaður fyrir því að spila fyrir annan þjálfara en föður sinn. Andri hefur undanfarin þrjú tímabil spilað undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtryggssonar. Fyrsta tímabilið hjá Haukum í Olís deildinni hér heima fyrir og svo hafa feðgarnir starfað saman síðustu tvö ár hjá Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. Rúnar var hins vegar rekinn úr þjálfarastarfinu í vor þannig að Andri ákvað að finna sér nýtt félag og samdi við Erlangen. „Það fór ákveðið ferli í gang, sem byrjaði þegar pabbi var rekinn frá Leipzig. Þá snemma ákvað ég að ég vildi fara. Ég íhugaði mikið en eftir að ég ákvað það komu nokkur tilboð og mér leist bara best á þetta“ segir Andri. Verður ekkert skrítið að spila ekki lengur undir stjórn pabba þíns? „Ekkert skrítið, ég hef spilað fyrir aðra þjálfara áður, þarf bara að vera snöggur að venjast því og held að það verði ekkert mál.“ Spenntur að spila aftur með Viggó Hjá Erlangen hittir Andri fyrrum liðsfélaga sinn hjá Leipzig, Viggó Kristjánsson, sem skipti til Erlangen um síðustu áramót. Viggó í leik með Erlangen á síðasta tímabili.erlangen „Það verður mjög gaman, ég er spenntur fyrir því, þekki hann vel og það hjálpar mér líka að koma inn í þetta lið. Hann er búinn að vera hérna í hálft ár á undan mér og þekkir þetta betur en ég. Getur hjálpað mér að komast betur inn í kerfin, liðið og lífið í Erlangen, allt þetta. Mjög góður handboltamaður líka, það verður mjög gaman að spila aftur með honum“ segir Andri. Treysta á Íslendingana til að styrkja liðið Erlangen var í neðsta sæti deildarinnar áður en Viggó kom liðinu til bjargar á síðasta tímabili og nú hefur félagið styrkt sig enn frekar með því að kaupa Andra fyrir komandi átök í þýsku úrvalsdeildinni. „Ég held að það sé gott, frekar en slæmt, að ég sé eini nýi leikmaðurinn. Kjarninn er sá sami og veit hvernig á að spila, það þarf bara að koma mér inn í hlutina. Þeir voru í smá brasi í fyrra en ef maður horfir á seinni helminginn af tímabilinu, þá var tröppugangur í þessu hjá þeim. Ég er mjög sannfærður um að ef við höldum áfram þeim tröppugangi og ég næ að koma fram einhverju sem ég get til að hjálpa liðinu, þá verði þetta allavega betra en í fyrra og svo verðum við bara að sjá hversu langt það mun fleyta okkur.“ Fjallað var um félagaskipti Andra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Sjá meira
Andri hefur undanfarin þrjú tímabil spilað undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtryggssonar. Fyrsta tímabilið hjá Haukum í Olís deildinni hér heima fyrir og svo hafa feðgarnir starfað saman síðustu tvö ár hjá Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. Rúnar var hins vegar rekinn úr þjálfarastarfinu í vor þannig að Andri ákvað að finna sér nýtt félag og samdi við Erlangen. „Það fór ákveðið ferli í gang, sem byrjaði þegar pabbi var rekinn frá Leipzig. Þá snemma ákvað ég að ég vildi fara. Ég íhugaði mikið en eftir að ég ákvað það komu nokkur tilboð og mér leist bara best á þetta“ segir Andri. Verður ekkert skrítið að spila ekki lengur undir stjórn pabba þíns? „Ekkert skrítið, ég hef spilað fyrir aðra þjálfara áður, þarf bara að vera snöggur að venjast því og held að það verði ekkert mál.“ Spenntur að spila aftur með Viggó Hjá Erlangen hittir Andri fyrrum liðsfélaga sinn hjá Leipzig, Viggó Kristjánsson, sem skipti til Erlangen um síðustu áramót. Viggó í leik með Erlangen á síðasta tímabili.erlangen „Það verður mjög gaman, ég er spenntur fyrir því, þekki hann vel og það hjálpar mér líka að koma inn í þetta lið. Hann er búinn að vera hérna í hálft ár á undan mér og þekkir þetta betur en ég. Getur hjálpað mér að komast betur inn í kerfin, liðið og lífið í Erlangen, allt þetta. Mjög góður handboltamaður líka, það verður mjög gaman að spila aftur með honum“ segir Andri. Treysta á Íslendingana til að styrkja liðið Erlangen var í neðsta sæti deildarinnar áður en Viggó kom liðinu til bjargar á síðasta tímabili og nú hefur félagið styrkt sig enn frekar með því að kaupa Andra fyrir komandi átök í þýsku úrvalsdeildinni. „Ég held að það sé gott, frekar en slæmt, að ég sé eini nýi leikmaðurinn. Kjarninn er sá sami og veit hvernig á að spila, það þarf bara að koma mér inn í hlutina. Þeir voru í smá brasi í fyrra en ef maður horfir á seinni helminginn af tímabilinu, þá var tröppugangur í þessu hjá þeim. Ég er mjög sannfærður um að ef við höldum áfram þeim tröppugangi og ég næ að koma fram einhverju sem ég get til að hjálpa liðinu, þá verði þetta allavega betra en í fyrra og svo verðum við bara að sjá hversu langt það mun fleyta okkur.“ Fjallað var um félagaskipti Andra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Sjá meira