Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 08:01 Feðgarnir Rúnar Sigtryggsson og Andri Már Rúnarsson höfðu starfað saman síðustu þrjú ár. Vísir/Getty Andri Már Rúnarsson ákváð að fara frá Leipzig þegar faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, var rekinn. Hann samdi við Erlangen, er spenntur fyrir því að endurnýja kynnin við Viggó Kristjánsson og ekkert stressaður fyrir því að spila fyrir annan þjálfara en föður sinn. Andri hefur undanfarin þrjú tímabil spilað undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtryggssonar. Fyrsta tímabilið hjá Haukum í Olís deildinni hér heima fyrir og svo hafa feðgarnir starfað saman síðustu tvö ár hjá Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. Rúnar var hins vegar rekinn úr þjálfarastarfinu í vor þannig að Andri ákvað að finna sér nýtt félag og samdi við Erlangen. „Það fór ákveðið ferli í gang, sem byrjaði þegar pabbi var rekinn frá Leipzig. Þá snemma ákvað ég að ég vildi fara. Ég íhugaði mikið en eftir að ég ákvað það komu nokkur tilboð og mér leist bara best á þetta“ segir Andri. Verður ekkert skrítið að spila ekki lengur undir stjórn pabba þíns? „Ekkert skrítið, ég hef spilað fyrir aðra þjálfara áður, þarf bara að vera snöggur að venjast því og held að það verði ekkert mál.“ Spenntur að spila aftur með Viggó Hjá Erlangen hittir Andri fyrrum liðsfélaga sinn hjá Leipzig, Viggó Kristjánsson, sem skipti til Erlangen um síðustu áramót. Viggó í leik með Erlangen á síðasta tímabili.erlangen „Það verður mjög gaman, ég er spenntur fyrir því, þekki hann vel og það hjálpar mér líka að koma inn í þetta lið. Hann er búinn að vera hérna í hálft ár á undan mér og þekkir þetta betur en ég. Getur hjálpað mér að komast betur inn í kerfin, liðið og lífið í Erlangen, allt þetta. Mjög góður handboltamaður líka, það verður mjög gaman að spila aftur með honum“ segir Andri. Treysta á Íslendingana til að styrkja liðið Erlangen var í neðsta sæti deildarinnar áður en Viggó kom liðinu til bjargar á síðasta tímabili og nú hefur félagið styrkt sig enn frekar með því að kaupa Andra fyrir komandi átök í þýsku úrvalsdeildinni. „Ég held að það sé gott, frekar en slæmt, að ég sé eini nýi leikmaðurinn. Kjarninn er sá sami og veit hvernig á að spila, það þarf bara að koma mér inn í hlutina. Þeir voru í smá brasi í fyrra en ef maður horfir á seinni helminginn af tímabilinu, þá var tröppugangur í þessu hjá þeim. Ég er mjög sannfærður um að ef við höldum áfram þeim tröppugangi og ég næ að koma fram einhverju sem ég get til að hjálpa liðinu, þá verði þetta allavega betra en í fyrra og svo verðum við bara að sjá hversu langt það mun fleyta okkur.“ Fjallað var um félagaskipti Andra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Andri hefur undanfarin þrjú tímabil spilað undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtryggssonar. Fyrsta tímabilið hjá Haukum í Olís deildinni hér heima fyrir og svo hafa feðgarnir starfað saman síðustu tvö ár hjá Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. Rúnar var hins vegar rekinn úr þjálfarastarfinu í vor þannig að Andri ákvað að finna sér nýtt félag og samdi við Erlangen. „Það fór ákveðið ferli í gang, sem byrjaði þegar pabbi var rekinn frá Leipzig. Þá snemma ákvað ég að ég vildi fara. Ég íhugaði mikið en eftir að ég ákvað það komu nokkur tilboð og mér leist bara best á þetta“ segir Andri. Verður ekkert skrítið að spila ekki lengur undir stjórn pabba þíns? „Ekkert skrítið, ég hef spilað fyrir aðra þjálfara áður, þarf bara að vera snöggur að venjast því og held að það verði ekkert mál.“ Spenntur að spila aftur með Viggó Hjá Erlangen hittir Andri fyrrum liðsfélaga sinn hjá Leipzig, Viggó Kristjánsson, sem skipti til Erlangen um síðustu áramót. Viggó í leik með Erlangen á síðasta tímabili.erlangen „Það verður mjög gaman, ég er spenntur fyrir því, þekki hann vel og það hjálpar mér líka að koma inn í þetta lið. Hann er búinn að vera hérna í hálft ár á undan mér og þekkir þetta betur en ég. Getur hjálpað mér að komast betur inn í kerfin, liðið og lífið í Erlangen, allt þetta. Mjög góður handboltamaður líka, það verður mjög gaman að spila aftur með honum“ segir Andri. Treysta á Íslendingana til að styrkja liðið Erlangen var í neðsta sæti deildarinnar áður en Viggó kom liðinu til bjargar á síðasta tímabili og nú hefur félagið styrkt sig enn frekar með því að kaupa Andra fyrir komandi átök í þýsku úrvalsdeildinni. „Ég held að það sé gott, frekar en slæmt, að ég sé eini nýi leikmaðurinn. Kjarninn er sá sami og veit hvernig á að spila, það þarf bara að koma mér inn í hlutina. Þeir voru í smá brasi í fyrra en ef maður horfir á seinni helminginn af tímabilinu, þá var tröppugangur í þessu hjá þeim. Ég er mjög sannfærður um að ef við höldum áfram þeim tröppugangi og ég næ að koma fram einhverju sem ég get til að hjálpa liðinu, þá verði þetta allavega betra en í fyrra og svo verðum við bara að sjá hversu langt það mun fleyta okkur.“ Fjallað var um félagaskipti Andra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira