Gæti fengið átta milljarða króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2025 07:30 Christian Horner hefur ástæðu til að brosa þrátt fyrir að hann hafi þurft að taka pokann sinn hjá Red Bull. Getty/Bob Kupbens Christian Horner, liðsstjóri Red Bull Racing í Formúlu 1-kappakstrinum, var rekinn úr starfi sínu í síðustu viku en gæti átt inni mikinn pening hjá Red Bull vegna starfslokanna. Horner hafði stýrt Red Bull liðinu í tuttugu ár en enginn hefur sinnt slíku starfi lengur í Formúlu 1. Telegraph skrifar um viðræður Horner og Red Bull Racing um starfslokasamning. Horner var samkvæmt þeirra upplýsingum með samning til loka ársins 2030 eða í fimm og hálft ár til viðbótar. Horner var launahæsti liðsstjórinn og fékk ellefu prósent launahækkun þegar hann fór úr því að á 8,04 milljónir punda árið 2022 í 8,92 milljónir punda árið 2023 samkvæmt ársskýrslu Red Bull. Telegraph heldur því fram að árslaunin hafi hækka síðan þá. 8,92 milljónir punda eru 1,4 milljarðar króna. Friday's TELEGRAPH SPORT: Horner's £50m pay-off talks #TomorrowsPapersToday pic.twitter.com/rfKk1BETvc— Louis O'Brien (@Lou_obrien19) July 10, 2025 Ef lögfræðingar heimta að fá allan samninginn borgaðan upp þá gæti Horner fengið allt að sextíu milljónum punda vegna brottrekstursins eða um 9,8 milljarða íslenskra króna. Talan er svo há vegna þessa að hann gæti enn átt rétt á ýmsum bónusgreiðslum og öðrum aukagreiðslum sé samningur hans skotheldur. Líklegra er að upphæðin verði í kringum fimmtíu milljónir punda eða um 8,2 milljarðar íslenskra króna. Hneykslismál tengt Horner kom upp fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan þegar óviðeigandi skilaboð hans til kvenkyns starfsmanns liðsins fóru í dreifingu. Eftir rannsókn innanbúðar, í tvígang, var Horner sagður hafa gert ekkert af sér og hann hélt starfinu. Horner er 51 árs gamall og hefur stýrt Red Bull-liðinu frá stofnun þess, árið 2005. Red Bull hefur unnið keppni bílasmiðja sex sinnum og átta sinnum titil ökuþóra í stjórnartíð hans. Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Horner hafði stýrt Red Bull liðinu í tuttugu ár en enginn hefur sinnt slíku starfi lengur í Formúlu 1. Telegraph skrifar um viðræður Horner og Red Bull Racing um starfslokasamning. Horner var samkvæmt þeirra upplýsingum með samning til loka ársins 2030 eða í fimm og hálft ár til viðbótar. Horner var launahæsti liðsstjórinn og fékk ellefu prósent launahækkun þegar hann fór úr því að á 8,04 milljónir punda árið 2022 í 8,92 milljónir punda árið 2023 samkvæmt ársskýrslu Red Bull. Telegraph heldur því fram að árslaunin hafi hækka síðan þá. 8,92 milljónir punda eru 1,4 milljarðar króna. Friday's TELEGRAPH SPORT: Horner's £50m pay-off talks #TomorrowsPapersToday pic.twitter.com/rfKk1BETvc— Louis O'Brien (@Lou_obrien19) July 10, 2025 Ef lögfræðingar heimta að fá allan samninginn borgaðan upp þá gæti Horner fengið allt að sextíu milljónum punda vegna brottrekstursins eða um 9,8 milljarða íslenskra króna. Talan er svo há vegna þessa að hann gæti enn átt rétt á ýmsum bónusgreiðslum og öðrum aukagreiðslum sé samningur hans skotheldur. Líklegra er að upphæðin verði í kringum fimmtíu milljónir punda eða um 8,2 milljarðar íslenskra króna. Hneykslismál tengt Horner kom upp fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan þegar óviðeigandi skilaboð hans til kvenkyns starfsmanns liðsins fóru í dreifingu. Eftir rannsókn innanbúðar, í tvígang, var Horner sagður hafa gert ekkert af sér og hann hélt starfinu. Horner er 51 árs gamall og hefur stýrt Red Bull-liðinu frá stofnun þess, árið 2005. Red Bull hefur unnið keppni bílasmiðja sex sinnum og átta sinnum titil ökuþóra í stjórnartíð hans.
Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira