Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Agnar Már Másson skrifar 16. júlí 2025 22:15 Sviðið er gjörónýtt eftir brunann. Skjáskot/X Aðalsvið raftónlistarhátíðarinnar Tomorrowland í Belgíu varð eldi að bráð í dag aðeins tveimur dögum áður en hátíðin átti að hefjast. Hundruð þúsunda manns munu sækja hátíðina heim í bæinn Boom næstu tvær vikur. „Vegna alvarlegs atviks og eldsvoða á aðalsviði Tomorrowland hefur ástkæra aðalsviðið okkar orðið fyrir miklum skemmdum,“ sögðu skipuleggjendur hátíðarinnar í yfirlýsingu í kvöld. Þar kom fram að engan hafi sakað í brunanum en orsök hans sé enn óljós. Danstónlistarhátíðin á að hefjast á föstudaginn í bæ sem ber hið viðeigandi nafn Boom og er búist við að 400 þúsund manns muni sækja hátíðina heim yfir næstu tvær helgar. Eldurinn kviknaði um klukkan 18.00 að staðartíma (16 að íslenskum tíma) og á myndböndum mátti sjá þykkan gráan reyk umlykja sviðið. Slökkviliðsmenn hafa unnið að því að ráða niðurlögum eldsins og koma í veg fyrir að hann nái til nærliggjandi húsa og skóga. Íbúum hefur sumum verið gert að rýma heimili sín, að sögn BBC. Í annarri tilkynningu sem birt var á vefsíðu hátíðarinnar sögðu skipuleggjendur að hátíðarsvæðið myndi samt opna á fimmtudaginn eins og áætlað var og að áherslan væri „á að finna lausnir fyrir hátíðarhelgina“. Tomorrowland stage has caught on fire..No statement from festival yet but most likely happened due to pyrotechnics. Weekend 1 was supposed to begin this Friday but this definitely going to affect it. pic.twitter.com/1gW3BXhEQ1— Samarth (@iamstake) July 16, 2025 Belgía Tónlist Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
„Vegna alvarlegs atviks og eldsvoða á aðalsviði Tomorrowland hefur ástkæra aðalsviðið okkar orðið fyrir miklum skemmdum,“ sögðu skipuleggjendur hátíðarinnar í yfirlýsingu í kvöld. Þar kom fram að engan hafi sakað í brunanum en orsök hans sé enn óljós. Danstónlistarhátíðin á að hefjast á föstudaginn í bæ sem ber hið viðeigandi nafn Boom og er búist við að 400 þúsund manns muni sækja hátíðina heim yfir næstu tvær helgar. Eldurinn kviknaði um klukkan 18.00 að staðartíma (16 að íslenskum tíma) og á myndböndum mátti sjá þykkan gráan reyk umlykja sviðið. Slökkviliðsmenn hafa unnið að því að ráða niðurlögum eldsins og koma í veg fyrir að hann nái til nærliggjandi húsa og skóga. Íbúum hefur sumum verið gert að rýma heimili sín, að sögn BBC. Í annarri tilkynningu sem birt var á vefsíðu hátíðarinnar sögðu skipuleggjendur að hátíðarsvæðið myndi samt opna á fimmtudaginn eins og áætlað var og að áherslan væri „á að finna lausnir fyrir hátíðarhelgina“. Tomorrowland stage has caught on fire..No statement from festival yet but most likely happened due to pyrotechnics. Weekend 1 was supposed to begin this Friday but this definitely going to affect it. pic.twitter.com/1gW3BXhEQ1— Samarth (@iamstake) July 16, 2025
Belgía Tónlist Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira