Viðskipti innlent

Ey­þór hættur sem fram­kvæmda­stjóri Hopp

Agnar Már Másson skrifar
Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Hopp rafhlaupahjólaleigunnar.
Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Hopp rafhlaupahjólaleigunnar. Vísir/Vilhelm

Eyþór Máni Steinarsson Andersen, einn eigenda Hopp, er hættur sem framkvædmastjóri fyrirtækisins en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi. Hann segist þó ekki vera að fara langt og muni nú leggja áherslu á deili- og leigubílaþjónustu fyrirtækisins.

Eyþór hefur verið hjá Hopp ehf. frá stofnun þess árið 2019 en í dag sinnir félagið þjónustu 3.500 deilihlaupahjóla, 50 deilibíla og um 140 leigubílstjóra, ásamt því að selja út hugbúnaðar og rekstrarinnviðaþjónustu í meira en 70 borgum í 17 löndum.

„Núna leitum við okkur að nýjum framkvæmdastjóra,“ skrifar Eyþór og ráða má úr því að hann sé að stíga til hliðar.

„Sjálfur er ég ekki að fara langt, en mun halda áfram að drífa áfram vaxtaverki í félaginu, að þessu sinni með aukinni áherslu á deilibíla og leigubíla, stay tuned,“ bætir hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×