Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2025 07:02 Eistinn ungi Richard Teder fagnar hér farseðli sínum á Opna breska risamótið í gofli ásamt kylfusveini sínum. @eestigolfiliit Næsta risamót í golfinu er Opna breska meistaramótið sem fer nú fram í 153. sinn. Þangað komast ekki allir sem vilja og því er það stórt takmark fyrir marga að tryggja sig þar inn. Einn þeirra sem tryggði sig inn gerði það á afar glæsilegan hátt eða með því að setja niður vipp af löngu færi. Sá heitir Richard Teder og er áhugamaður. Opna breska risamótið fer fram 17. til 20. júlí næstkomandi og verður í beinni á sportstöðvum Sýnar. 156 kylfingar fá að taka þátt og þeir komast þangað á margan mismunandi hátt. Þar á meðal eru fyrrum meistarar á Opna breska sem eru sextíu ára og yngri, þeir sem enduðu í tíu efstu sætum mótsins í fyrra og þeir sem eru meðal fimmtíu efstu á heimslista Alþjóða golfsambandsins. Þeir sem hafa unnið hin risamótin á síðustu fimm árum fá einnig keppnisrétt sem og menn komast líka þangað með margs konar öðrum leiðum. Ein af þessum leiðum er að komast í gegnum undankeppni Opna breska meistaramótsins. Þar eiga atvinnukylfingar jafnt sem áhugamenn möguleika. Áhugamaðurinn Richard Teder tryggði sig þannig inn í gegnum West Lancashire undanmótið. Hér fyrir neðan má sjá hann komast þangað með mögnuðu vippi beint í holu. Hann náði þar erni í umspili um laust sæti. Teder er aðeins tvítugur og hann verður fyrsti Eistinn til að taka þátt í Opna breska risamótinu. Sky Sports sýndi þetta magnaða sigurhögg hans og þar kom líka fram að það séu aðeins samtals tíu golfvellir í heimalandi hans Eistlandi. Teder fagnaði þessu gríðarlega með kylfusveini sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Opna breska Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Einn þeirra sem tryggði sig inn gerði það á afar glæsilegan hátt eða með því að setja niður vipp af löngu færi. Sá heitir Richard Teder og er áhugamaður. Opna breska risamótið fer fram 17. til 20. júlí næstkomandi og verður í beinni á sportstöðvum Sýnar. 156 kylfingar fá að taka þátt og þeir komast þangað á margan mismunandi hátt. Þar á meðal eru fyrrum meistarar á Opna breska sem eru sextíu ára og yngri, þeir sem enduðu í tíu efstu sætum mótsins í fyrra og þeir sem eru meðal fimmtíu efstu á heimslista Alþjóða golfsambandsins. Þeir sem hafa unnið hin risamótin á síðustu fimm árum fá einnig keppnisrétt sem og menn komast líka þangað með margs konar öðrum leiðum. Ein af þessum leiðum er að komast í gegnum undankeppni Opna breska meistaramótsins. Þar eiga atvinnukylfingar jafnt sem áhugamenn möguleika. Áhugamaðurinn Richard Teder tryggði sig þannig inn í gegnum West Lancashire undanmótið. Hér fyrir neðan má sjá hann komast þangað með mögnuðu vippi beint í holu. Hann náði þar erni í umspili um laust sæti. Teder er aðeins tvítugur og hann verður fyrsti Eistinn til að taka þátt í Opna breska risamótinu. Sky Sports sýndi þetta magnaða sigurhögg hans og þar kom líka fram að það séu aðeins samtals tíu golfvellir í heimalandi hans Eistlandi. Teder fagnaði þessu gríðarlega með kylfusveini sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Opna breska Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira