Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 10:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson vann Meistaradeild Evrópu aftur með Magdeburg og var aftur valinn verðmætastur. Getty/Jürgen Fromme Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Þar til í gær var Aron Pálmarsson sá eini í sögu Meistaradeildar Evrópu sem valinn hefur verið MVP (verðmætasti leikmaður) úrslitahelgarinnar í tvígang. Aron var valinn árið 2014 þegar hann vann keppnina með Kiel og aftur 2016 þegar hann lék með Veszprém. Gísli endurtók hins vegar leikinn með liði sínu Magdeburg og var valinn verðmætastur rétt eins og 2023 þegar hann fór á kostum í úrslitaleiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitunum. Í gær skoraði Gísli svo átta mörk og gaf tvær stoðsendingar í 32-26 sigrinum á Füchse Berlín í úrslitaleik í Köln, eftir að hafa aftur verið að glíma við axlarmeiðsli í aðdraganda úrslitahelgarinnar. „Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Mér líður eins og að ég sé að fá „deja vu“. Þetta var stórkostleg liðsframmistaða frá fyrstu mínútu. Við gáfum tóninn, settum ákveðinn standard og gáfumst aldrei upp. Héldum stöðugt áfram að gera okkar besta. Við vorum hundrað prósent í öllum okkar sóknaraðgerðum og í vörn. Við vorum bara hundrað prósent einbeittir. Með eitt markmið í dag og það var að vinna Meistaradeild Evrópu. Það gerðum við,“ sagði Gísli í viðtali við EHF strax eftir leik. Spurður út í einstaklingsverðlaun sín, sem hann hlaut nú í annað sinn, benti Gísli á Ómar Inga Magnússon og aðra liðsfélaga sína: „Það er virkilega gaman að vinna þetta aftur en, líklega eins og ég sagði fyrir tveimur árum, þá er þetta í raun liðinu mínu að þakka. Ég vinn svona titla ekki einn, ég þarf að hafa þá í kringum mig. Ég er stoltur en ég er enn stoltari af að vinna titilinn með þessum gaurum í annað sinn,“ sagði Gísli. Þýski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjá meira
Þar til í gær var Aron Pálmarsson sá eini í sögu Meistaradeildar Evrópu sem valinn hefur verið MVP (verðmætasti leikmaður) úrslitahelgarinnar í tvígang. Aron var valinn árið 2014 þegar hann vann keppnina með Kiel og aftur 2016 þegar hann lék með Veszprém. Gísli endurtók hins vegar leikinn með liði sínu Magdeburg og var valinn verðmætastur rétt eins og 2023 þegar hann fór á kostum í úrslitaleiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitunum. Í gær skoraði Gísli svo átta mörk og gaf tvær stoðsendingar í 32-26 sigrinum á Füchse Berlín í úrslitaleik í Köln, eftir að hafa aftur verið að glíma við axlarmeiðsli í aðdraganda úrslitahelgarinnar. „Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Mér líður eins og að ég sé að fá „deja vu“. Þetta var stórkostleg liðsframmistaða frá fyrstu mínútu. Við gáfum tóninn, settum ákveðinn standard og gáfumst aldrei upp. Héldum stöðugt áfram að gera okkar besta. Við vorum hundrað prósent í öllum okkar sóknaraðgerðum og í vörn. Við vorum bara hundrað prósent einbeittir. Með eitt markmið í dag og það var að vinna Meistaradeild Evrópu. Það gerðum við,“ sagði Gísli í viðtali við EHF strax eftir leik. Spurður út í einstaklingsverðlaun sín, sem hann hlaut nú í annað sinn, benti Gísli á Ómar Inga Magnússon og aðra liðsfélaga sína: „Það er virkilega gaman að vinna þetta aftur en, líklega eins og ég sagði fyrir tveimur árum, þá er þetta í raun liðinu mínu að þakka. Ég vinn svona titla ekki einn, ég þarf að hafa þá í kringum mig. Ég er stoltur en ég er enn stoltari af að vinna titilinn með þessum gaurum í annað sinn,“ sagði Gísli.
Þýski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjá meira