„Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 08:02 Lando Norris gerði svakaleg mistök sem kostuðu hann og McLaren dýrmæt stig í Kanada. Norris baðst strax afsökunar og kallaði akstur sinn heimskulegan. Getty/Jared C. Tilton Lýsendurnir í formúlu 1 trúði varla því sem þeir heyrðu og sáu í dramtískum tíunda kappastkri tímabilsins. Kristján Einar Kristjánsson og Bragi Þórðarson lýstu Kanadakappakstrinum í gær þegar bílar liðsfélaganna hjá McLaren-Mercedes lentu saman. Oscar Piastri og Lando Norris eru í tveimur efstu sætunum í heimsmeistarakeppni ökumanna en Norris kláraði ekki Kanadakappaksturinn í gær. Hann var líka nánast búinn að eyðileggja kappaksturinn líka fyrir liðsfélaga sínum Piastri. Norris reyndi að troða sér fram úr Piastri þegar fjórir hringir voru eftir. Það fór ekki betur en að Norris keyrði aftan á bíl Piastri. Á Pittinum má sjá þá Kristján Einar og Braga og lýsa keppninni þegar þessi árekstur var. „Lando Norris keyrði aftan á hann. Þetta var alltaf að fara að gerast. Lando Norris er út úr keppninni,“ sagði Kristján Einar. „Norris hefði getað tekið þá báða út þarna,“ sagði Bragi. Þeir fengu síðan að sjá endursýninguna. „Norris var að reyna að troða sér í pláss sem var ekki til. Það hlaut að koma að þessu,“ sagði Kristján. Norris var úr leik en Piastri gat klárað keppnina og tryggt sér fjórða sætið. Það má sjá þá viðbrögð þeirra félaga við árekstrinum sem og við því sem Lando Norris sagði strax á eftir. Norris baðst strax afsökunar og sagði þetta hefði verið heimskulegt hjá sér. „Þetta, Bragi Þórðarson, hef ég aldrei á ævinni minni heyrt kappakstursökumann segja áður,“ sagði Kristján Einar eftir afsökunarbeiðni Norris. „Hvað þá kappakstursmann sem er að keppa um heimsmeistaratitilinn í formúlu 1,“ sagði Bragi. Það má sjá þetta allt saman hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Pitturinn (@pitturinn) Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Kristján Einar Kristjánsson og Bragi Þórðarson lýstu Kanadakappakstrinum í gær þegar bílar liðsfélaganna hjá McLaren-Mercedes lentu saman. Oscar Piastri og Lando Norris eru í tveimur efstu sætunum í heimsmeistarakeppni ökumanna en Norris kláraði ekki Kanadakappaksturinn í gær. Hann var líka nánast búinn að eyðileggja kappaksturinn líka fyrir liðsfélaga sínum Piastri. Norris reyndi að troða sér fram úr Piastri þegar fjórir hringir voru eftir. Það fór ekki betur en að Norris keyrði aftan á bíl Piastri. Á Pittinum má sjá þá Kristján Einar og Braga og lýsa keppninni þegar þessi árekstur var. „Lando Norris keyrði aftan á hann. Þetta var alltaf að fara að gerast. Lando Norris er út úr keppninni,“ sagði Kristján Einar. „Norris hefði getað tekið þá báða út þarna,“ sagði Bragi. Þeir fengu síðan að sjá endursýninguna. „Norris var að reyna að troða sér í pláss sem var ekki til. Það hlaut að koma að þessu,“ sagði Kristján. Norris var úr leik en Piastri gat klárað keppnina og tryggt sér fjórða sætið. Það má sjá þá viðbrögð þeirra félaga við árekstrinum sem og við því sem Lando Norris sagði strax á eftir. Norris baðst strax afsökunar og sagði þetta hefði verið heimskulegt hjá sér. „Þetta, Bragi Þórðarson, hef ég aldrei á ævinni minni heyrt kappakstursökumann segja áður,“ sagði Kristján Einar eftir afsökunarbeiðni Norris. „Hvað þá kappakstursmann sem er að keppa um heimsmeistaratitilinn í formúlu 1,“ sagði Bragi. Það má sjá þetta allt saman hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Pitturinn (@pitturinn)
Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira