Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2025 11:58 Max Verstappen er á barmi keppnisbanns. Clive Rose/Getty Images Max Verstappen verður að vara sig, en ætlar ekki að gera það, í næstu tveimur keppnum Formúlu 1. Hann á yfir höfði sér bann ef hann fær refsistig, en er orðinn verulega pirraður á „barnalegum“ spurningum blaðamanna um bannið. Samkvæmt reglum Formúlu 1 mega ökumenn fá tólf refsistig á tólf mánaða tímabili, Verstappen er með ellefu eftir að hafa fengið þrjú fyrir að klessa á Mercedes bíl George Russell í síðasta kappakstri, viljandi að mati Russell. Tvö refsistig fyrnast um mánaðamótin, en fyrir það fara tvær keppnir fram. Verstappen verður því að vara sig í Kanada í dag og í Austurríki um þarnæstu helgi, annars verður hann í banni í Austurríki eða í þarnæsta kappakstri sem fer fram í Bretlandi. „Ég ætla bara að keyra eins og ég geri alltaf“ sagði Verstappen, sem er þekktur fyrir frekar áhættusaman akstur, á blaðamannafundi á fimmtudag. Hann var svo spurður aftur út í yfirvofandi bannið á blaðamannafundi eftir tímatökuna í gær. Max about the constant questions regarding his penalty points.. "I don't need to hear it again. It pisses me off. You're speaking about it on Thursday.. such a waste of time, childish. Really annoying."pic.twitter.com/rjq0hNhwrR— Verstappen News (@verstappenews) June 14, 2025 „Ég þarf ekki að heyra þetta aftur, þið spurðuð mig á fimmtudaginn. Þetta er svo mikil tímasóun, bara barnalegt... Virkilega pirrandi“ sagði Verstappen sem fer annar af stað síðar í dag. „Við erum vinir svo það er allt í góðu [eftir áreksturinn á Spáni]. Ég er með örlítið fleiri stig á skírteininu mínu til að leika mér með svo við sjáum til hvernig fer,“ sagði George Russell, sem verður á ráspól, um Max Verstappen. Akstursíþróttir Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Samkvæmt reglum Formúlu 1 mega ökumenn fá tólf refsistig á tólf mánaða tímabili, Verstappen er með ellefu eftir að hafa fengið þrjú fyrir að klessa á Mercedes bíl George Russell í síðasta kappakstri, viljandi að mati Russell. Tvö refsistig fyrnast um mánaðamótin, en fyrir það fara tvær keppnir fram. Verstappen verður því að vara sig í Kanada í dag og í Austurríki um þarnæstu helgi, annars verður hann í banni í Austurríki eða í þarnæsta kappakstri sem fer fram í Bretlandi. „Ég ætla bara að keyra eins og ég geri alltaf“ sagði Verstappen, sem er þekktur fyrir frekar áhættusaman akstur, á blaðamannafundi á fimmtudag. Hann var svo spurður aftur út í yfirvofandi bannið á blaðamannafundi eftir tímatökuna í gær. Max about the constant questions regarding his penalty points.. "I don't need to hear it again. It pisses me off. You're speaking about it on Thursday.. such a waste of time, childish. Really annoying."pic.twitter.com/rjq0hNhwrR— Verstappen News (@verstappenews) June 14, 2025 „Ég þarf ekki að heyra þetta aftur, þið spurðuð mig á fimmtudaginn. Þetta er svo mikil tímasóun, bara barnalegt... Virkilega pirrandi“ sagði Verstappen sem fer annar af stað síðar í dag. „Við erum vinir svo það er allt í góðu [eftir áreksturinn á Spáni]. Ég er með örlítið fleiri stig á skírteininu mínu til að leika mér með svo við sjáum til hvernig fer,“ sagði George Russell, sem verður á ráspól, um Max Verstappen.
Akstursíþróttir Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira