„Eftir að Real Madrid hringdi hugsaði ég ekki um neitt annað lið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júní 2025 14:31 Dean Huijsen og Florentino Perez sáttir á svip eftir undirritun samningsins. real madrid Dean Huijsen hefur gengið frá félagaskiptum frá Bournemouth á Englandi til Real Madrid á Spáni, sem hann segist hafa dreymt um að spila fyrir síðan í æsku. Önnur lið, eins og Liverpool, Chelsea, Arsenal og Bayern Munchen, vöktu ekki áhuga. Real Madrid gekk frá fimmtíu milljóna punda kaupunum fyrir nokkru síðan en félagaskiptin voru ekki fest formlega fyrr en í dag, á lokadegi fyrri félagaskiptaglugga sumarsins. Huijsen gerir fimm ára samning við félagið og verður löglegur á HM félagsliða sem hefst næsta sunnudag. Hann mætti með fjölskyldu sinni í höfuðstöðvar Real Madrid í morgun, gekkst undir læknisskoðun, skrifaði undir og var kynntur sem nýr leikmaður liðsins. 🔢 Our new No.24!🌟 @DHuijsen#WelcomeHuijsen pic.twitter.com/MmPyb4hphr— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) June 10, 2025 Í kynningarmyndbandi Real Madrid hér að ofan var birt mynd af Huijsen úr barnæsku þar sem hann sást klæðast treyju liðsins. Hann hefur lengi verið aðdáandi og greindi frá því eftir að samningurinn var undirritaður að hann hefði ekki litið við neinu öðru liði. „Eftir að Real Madrid hringdi hugsaði ég ekki um neitt annað lið… Real Madrid hefur alltaf verið mitt uppáhaldslið“ sagði Huijsen sem fer á fyrstu æfinguna með liðinu á morgun. Foreldrar hans eru hollenskir og Huijsen fæddist þar í landi en flutti til Spánar ungur að árum og kaus að spila með spænska landsliðinu frekar en því hollenska. Huijsen ólst upp með Xabi Alonso í spænska landsliðinu. real madrid Hann hefur áður sagt að Sergio Ramos sé sín helsta fótboltahetja og hefur rætt við hann eftir að skiptin til Real Madrid voru staðfest. Sömuleiðis hefur Huijsen miklar mætur á Xabi Alonso, nýráðnum þjálfara Real Madrid og fyrrum landsliðsmanni Spánar. „Við höfum talað aðeins saman, um hvers hann ætlast af mér. Ég held að við eigum frábær ár framundan. Ég fell vel að hans hugmyndum og fótbolta. Hlakka til að leggja mitt af mörkum til liðsins og mun gera hvað sem ég get til að hjálpa“ sagði Huijsen einnig. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira
Real Madrid gekk frá fimmtíu milljóna punda kaupunum fyrir nokkru síðan en félagaskiptin voru ekki fest formlega fyrr en í dag, á lokadegi fyrri félagaskiptaglugga sumarsins. Huijsen gerir fimm ára samning við félagið og verður löglegur á HM félagsliða sem hefst næsta sunnudag. Hann mætti með fjölskyldu sinni í höfuðstöðvar Real Madrid í morgun, gekkst undir læknisskoðun, skrifaði undir og var kynntur sem nýr leikmaður liðsins. 🔢 Our new No.24!🌟 @DHuijsen#WelcomeHuijsen pic.twitter.com/MmPyb4hphr— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) June 10, 2025 Í kynningarmyndbandi Real Madrid hér að ofan var birt mynd af Huijsen úr barnæsku þar sem hann sást klæðast treyju liðsins. Hann hefur lengi verið aðdáandi og greindi frá því eftir að samningurinn var undirritaður að hann hefði ekki litið við neinu öðru liði. „Eftir að Real Madrid hringdi hugsaði ég ekki um neitt annað lið… Real Madrid hefur alltaf verið mitt uppáhaldslið“ sagði Huijsen sem fer á fyrstu æfinguna með liðinu á morgun. Foreldrar hans eru hollenskir og Huijsen fæddist þar í landi en flutti til Spánar ungur að árum og kaus að spila með spænska landsliðinu frekar en því hollenska. Huijsen ólst upp með Xabi Alonso í spænska landsliðinu. real madrid Hann hefur áður sagt að Sergio Ramos sé sín helsta fótboltahetja og hefur rætt við hann eftir að skiptin til Real Madrid voru staðfest. Sömuleiðis hefur Huijsen miklar mætur á Xabi Alonso, nýráðnum þjálfara Real Madrid og fyrrum landsliðsmanni Spánar. „Við höfum talað aðeins saman, um hvers hann ætlast af mér. Ég held að við eigum frábær ár framundan. Ég fell vel að hans hugmyndum og fótbolta. Hlakka til að leggja mitt af mörkum til liðsins og mun gera hvað sem ég get til að hjálpa“ sagði Huijsen einnig.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira