Sonur Bruno Fernandes mætti á æfingu hjá FH Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 10:51 Bruno Fernandes, Ana Pinho og börnin þeirra tvö eftir að tímabili Manchester United lauk á Old Trafford 25. maí. Pinho kom til Íslands í stutt frí á meðan að Fernandes er upptekinn með portúgalska landsliðinu. Getty/Matt McNulty Á meðan Manchester United-fyrirliðinn Bruno Fernandes er upptekinn með portúgalska landsliðinu var fjölskylda hans stödd á Íslandi um helgina og tók fjögurra ára sonur hans þátt í æfingu hjá FH. Fernandes og eiginkona hans, Ana Pinho, eru góðir vinir Jóhanns Bergs Guðmundssonar og Hólmfríðar Björnsdóttur, og hið sama má segja um börn hjónanna sem eru á sama aldri. Pinho kíkti því með börn þeirra Fernandes í heimsókn til Hólmfríðar á Íslandi, nú þegar Jóhann og Bruno eru í landsliðsverkefnum, og fékk sonurinn Goncalo að kíkja á æfingu hjá FH. Þetta mátti sjá á mynd sem Pinho endurbirti á Instagram, frá Helgu Björnsdóttur, systur Hólmfríðar, þar sem synir systranna og Goncalo eru á æfingu í FH-treyjum. Goncalo, sonur Bruno Fernandes, var mættur á æfingu FH með Birni Berg vini sínum og frænda hans.Skjáskot/@anaapinho_ Fjölskyldur Fernandes og Jóhanns kynntust vel þegar Jóhann lék á Englandi en hann færði sig svo til Sádi-Arabíu í fyrra. Fernandes íhugaði sterklega að fylgja í kjölfar Jóhanns núna í sumar og var með í höndunum risatilboð frá Al-Hilal. Hann ráðfærði sig meðal annars við Jóhann en mun að lokum hafa ákveðið að hafna tilboðinu og halda kyrru fyrir hjá United. „Við höfum auðvitað talað mikið um þetta. Hann [Fernandes] átti frábært tímabil og við ræddum mikið um þetta. Það er erfitt þegar það eru svona peningar í spilinu en hann hefur enn hungur í að vera áfram í United og vill koma liðinu á þann stall sem liðið á að vera. Bara gríðarlega vel gert hjá honum að neita þessu og vera ekki bara að hugsa um peningana,“ sagði Jóhann í samtali við Fótbolta.net í vikunni. Enski boltinn FH Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Sjá meira
Fernandes og eiginkona hans, Ana Pinho, eru góðir vinir Jóhanns Bergs Guðmundssonar og Hólmfríðar Björnsdóttur, og hið sama má segja um börn hjónanna sem eru á sama aldri. Pinho kíkti því með börn þeirra Fernandes í heimsókn til Hólmfríðar á Íslandi, nú þegar Jóhann og Bruno eru í landsliðsverkefnum, og fékk sonurinn Goncalo að kíkja á æfingu hjá FH. Þetta mátti sjá á mynd sem Pinho endurbirti á Instagram, frá Helgu Björnsdóttur, systur Hólmfríðar, þar sem synir systranna og Goncalo eru á æfingu í FH-treyjum. Goncalo, sonur Bruno Fernandes, var mættur á æfingu FH með Birni Berg vini sínum og frænda hans.Skjáskot/@anaapinho_ Fjölskyldur Fernandes og Jóhanns kynntust vel þegar Jóhann lék á Englandi en hann færði sig svo til Sádi-Arabíu í fyrra. Fernandes íhugaði sterklega að fylgja í kjölfar Jóhanns núna í sumar og var með í höndunum risatilboð frá Al-Hilal. Hann ráðfærði sig meðal annars við Jóhann en mun að lokum hafa ákveðið að hafna tilboðinu og halda kyrru fyrir hjá United. „Við höfum auðvitað talað mikið um þetta. Hann [Fernandes] átti frábært tímabil og við ræddum mikið um þetta. Það er erfitt þegar það eru svona peningar í spilinu en hann hefur enn hungur í að vera áfram í United og vill koma liðinu á þann stall sem liðið á að vera. Bara gríðarlega vel gert hjá honum að neita þessu og vera ekki bara að hugsa um peningana,“ sagði Jóhann í samtali við Fótbolta.net í vikunni.
Enski boltinn FH Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Sjá meira