Lýst sem ungum Elvari: Reynir til eins besta liðs Þýskalands Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 09:35 Reynir Þór Stefánsson fór á kostum með Fram í vetur. Vísir/Diego Þýska handknattleiksfélagið Melsungen staðfesti í dag komu Framarans unga Reynis Þórs Stefánssonar. Óhætt er að segja að síðustu vikur hafi verið sannkallaður draumur hjá þessum 19 ára leikmanni. Eftir að hafa spilað sinn fyrsta A-landsleik og verið algjör lykilmaður í að gera Fram að Íslandsmeistara í fyrsta sinn í tólf ár, heldur Reynir nú í atvinnumennsku til eins besta liðs Þýskalands. Reynir kemur frítt til Melsungen og skrifar undir samning sem gildir til ársins 2028. Honum er greinilega ætlað að taka við hlutverki Elvars Arnar Jónssonar því á heimasíðu Melsungen er honum lýst sem „ungum Elvari“, af Michael Allendorf yfirmanni íþróttamála, vegna svipaðs leikstíls og hæfileika. Þá fær hann sama treyjunúmer og Selfyssingurinn er með en Elvar er á förum til Magdeburg í sumar. „Reynir er með allt sem til þarf en hann þarf auðvitað líka tíma. Við munum gefa honum tíma,“ segir Allendorf, stoltur af því að Reynir hafi valið Melsungen. Forráðamenn Melsungen hafa greinilega væntingar um að Reynir Þór Stefánsson feti í fótspor Elvars Arnar Jónssonar sem verið hefur algjör lykilmaður hjá liðinu.Getty/Dean Mouhtaropoulos Haft er eftir Reyni að hann hafi fengið ráðleggingar frá Elvari og Arnari Frey Arnarssyni. Báðir hafi verið mjög jákvæðir og gert ákvörðunina auðvelda. „Melsungen er með skýr markmið og á uppleið, og ég vil taka þátt í þeirri þróun,“ segir Reynir. Leiktíðinni í Þýskalandi lýkur á sunnudaginn. Melsungen hefur verið í baráttu um meistaratitilinn í allan vetur en er núna í 3. sæti með 53 stig, stigi á eftir Füchse Berlín sem á leik til góða í kvöld, og tveimur stigum á eftir Magdeburg. Þýski handboltinn Fram Olís-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjá meira
Eftir að hafa spilað sinn fyrsta A-landsleik og verið algjör lykilmaður í að gera Fram að Íslandsmeistara í fyrsta sinn í tólf ár, heldur Reynir nú í atvinnumennsku til eins besta liðs Þýskalands. Reynir kemur frítt til Melsungen og skrifar undir samning sem gildir til ársins 2028. Honum er greinilega ætlað að taka við hlutverki Elvars Arnar Jónssonar því á heimasíðu Melsungen er honum lýst sem „ungum Elvari“, af Michael Allendorf yfirmanni íþróttamála, vegna svipaðs leikstíls og hæfileika. Þá fær hann sama treyjunúmer og Selfyssingurinn er með en Elvar er á förum til Magdeburg í sumar. „Reynir er með allt sem til þarf en hann þarf auðvitað líka tíma. Við munum gefa honum tíma,“ segir Allendorf, stoltur af því að Reynir hafi valið Melsungen. Forráðamenn Melsungen hafa greinilega væntingar um að Reynir Þór Stefánsson feti í fótspor Elvars Arnar Jónssonar sem verið hefur algjör lykilmaður hjá liðinu.Getty/Dean Mouhtaropoulos Haft er eftir Reyni að hann hafi fengið ráðleggingar frá Elvari og Arnari Frey Arnarssyni. Báðir hafi verið mjög jákvæðir og gert ákvörðunina auðvelda. „Melsungen er með skýr markmið og á uppleið, og ég vil taka þátt í þeirri þróun,“ segir Reynir. Leiktíðinni í Þýskalandi lýkur á sunnudaginn. Melsungen hefur verið í baráttu um meistaratitilinn í allan vetur en er núna í 3. sæti með 53 stig, stigi á eftir Füchse Berlín sem á leik til góða í kvöld, og tveimur stigum á eftir Magdeburg.
Þýski handboltinn Fram Olís-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjá meira