Hélt boltanum á lofti í 28 klukkutíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2025 07:01 Metið hjá mörgum er kannski í kringum hundrað en til að slá heimsmetið þá þarf að halda boltanum á lofti í miklu meira en sólarhring. Getty/David Ramos Sænsk Tik Tok stjarna hefur slegið heimsmetið í því að halda fótbolta á lofti í lengstan tíma. Nýi heimsmethafinn heitir Daniel en kallar sig Gringo á samskiptamiðlinum Tik Tok. Hann er frá Linköping í Svíþjóð og setti heimsmetið sitt í íþróttahúsi í borginni. Gringo byrjaði að halda boltanum á lofti klukkan fjögur á laugardagsmorgni og hélt út langt fram á sunnudag. Hann hætti ekki fyrr en hann var búinn að halda bolta á lofti í 28 klukkutíma og tuttugu mínútur. Sænska ríkisútvarpið segir frá. Með þessu sló hann heimsmet Mexíkóbúa sem hélt boltanum á lofti í 28 klukkutíma slétta. Það reyndi ekki aðeins á Gringo því einnig á þjálfara hans sem þurfti að taka þetta upp alla 28 klukkutímana. Svíann fékk reyndar fimmtán mínútna pásu á þriggja klukkutíma fresti til að borða, drekka og fara á klósettið. Hann mátti hins vegar ekki missa boltann því þá hefði metið orðið að engu. Daniel viðurkenndi að þetta hafi reynt mikið á sig. „Eftir tíu tíma þá urðu fæturnir mjög þungir og eftir það snerist þetta miklu meira um andlega þáttinn. Eftir þetta er eins og ég sé með tuttugu kíló lóð á fótunum,“ sagði Daniel. „Síðustu tíu mínúturnar þó fór ég að missa einbeitinguna og þá komu nokkrar slæmar snertingar,“ sagði Daniel en hvað ætlar hann að gera eftir að metið er hans „Bara fara heim og sofa. Ég sef örugglega í tólf tíma eftir þetta,“ sagði Daniel. View this post on Instagram A post shared by Corren (@corrennyheter) Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Nýi heimsmethafinn heitir Daniel en kallar sig Gringo á samskiptamiðlinum Tik Tok. Hann er frá Linköping í Svíþjóð og setti heimsmetið sitt í íþróttahúsi í borginni. Gringo byrjaði að halda boltanum á lofti klukkan fjögur á laugardagsmorgni og hélt út langt fram á sunnudag. Hann hætti ekki fyrr en hann var búinn að halda bolta á lofti í 28 klukkutíma og tuttugu mínútur. Sænska ríkisútvarpið segir frá. Með þessu sló hann heimsmet Mexíkóbúa sem hélt boltanum á lofti í 28 klukkutíma slétta. Það reyndi ekki aðeins á Gringo því einnig á þjálfara hans sem þurfti að taka þetta upp alla 28 klukkutímana. Svíann fékk reyndar fimmtán mínútna pásu á þriggja klukkutíma fresti til að borða, drekka og fara á klósettið. Hann mátti hins vegar ekki missa boltann því þá hefði metið orðið að engu. Daniel viðurkenndi að þetta hafi reynt mikið á sig. „Eftir tíu tíma þá urðu fæturnir mjög þungir og eftir það snerist þetta miklu meira um andlega þáttinn. Eftir þetta er eins og ég sé með tuttugu kíló lóð á fótunum,“ sagði Daniel. „Síðustu tíu mínúturnar þó fór ég að missa einbeitinguna og þá komu nokkrar slæmar snertingar,“ sagði Daniel en hvað ætlar hann að gera eftir að metið er hans „Bara fara heim og sofa. Ég sef örugglega í tólf tíma eftir þetta,“ sagði Daniel. View this post on Instagram A post shared by Corren (@corrennyheter)
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira