Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 22:07 Bílnum var ekið á hóp fólks á Water-stræti. AP/Danny Lawson Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í Liverpool í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast saman á strætum borgarinnar til að fylgjast með sigurskrúðgöngu karlaliðs Liverpool í knattspyrnu, sem lauk keppni í ensku úrvalsdeildinni í gær og stóð uppi sem enskur meistari. Leita ekki að fleirum Jenny Sims, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Liverpool, sagði á fundinum að „nokkur fjöldi fólks“ hefði slasast og verið færður á sjúkrahús til aðhlynningar. Þar að auki hafi stór hópur fólks á öllum aldri slasast en ekki þarfnast aðhlynningar á sjúkrahúsi, heldur hafi verið hlúð að því fólki á vettvangi. Þá sagði hún 53 ára mann, sem talið er að hafi ekið bifreiðinni, hafa verið handtekinn. Rannsókn á aðdraganda málsins væri hafin, en ekki væri talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Talið sé að maðurinn hafi verið einn að verki, og ekki væri verið að leita að fleirum. Fjórum bjargað undan bílnum David Kitchen, yfirmaður sjúkraflutninga á norðvestur Englandi sagði viðbragðsaðila hafa verið fljóta á staðinn. Alls hafi 27 manns verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar, þar af fjögur börn. Einn sjúkraflutningamaður á reiðhjóli hefði slasast, en þó ekki alvarlega. Yfirmaður slökkviliðs Merseyside, Nick Searle, sagði þrjá fullorðna einstaklinga og eitt barn hafa verið undir bílnum þegar viðbragðsaðila bar að garði. Þeim hafi verið komið til bjargar eins skjótt og auðið var, og komið í sjúkrabíl. Fyrir blaðamannafundinn hafði verið greint frá því að 53 ára karlmaður væri í haldi lögreglu, og að hann væri breskur og hvítur, eins og það var orðað í tilkynningu lögreglu. Þar var almenningur einnig hvattur til þess að taka ekki þátt í getgátum um atvikið, og beðinn um koma upplýsingum sem hjálpað gætu til við rannsókn málsins beint til lögreglunnar. Bretland England Tengdar fréttir „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í Liverpool í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast saman á strætum borgarinnar til að fylgjast með sigurskrúðgöngu karlaliðs Liverpool í knattspyrnu, sem lauk keppni í ensku úrvalsdeildinni í gær og stóð uppi sem enskur meistari. Leita ekki að fleirum Jenny Sims, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Liverpool, sagði á fundinum að „nokkur fjöldi fólks“ hefði slasast og verið færður á sjúkrahús til aðhlynningar. Þar að auki hafi stór hópur fólks á öllum aldri slasast en ekki þarfnast aðhlynningar á sjúkrahúsi, heldur hafi verið hlúð að því fólki á vettvangi. Þá sagði hún 53 ára mann, sem talið er að hafi ekið bifreiðinni, hafa verið handtekinn. Rannsókn á aðdraganda málsins væri hafin, en ekki væri talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Talið sé að maðurinn hafi verið einn að verki, og ekki væri verið að leita að fleirum. Fjórum bjargað undan bílnum David Kitchen, yfirmaður sjúkraflutninga á norðvestur Englandi sagði viðbragðsaðila hafa verið fljóta á staðinn. Alls hafi 27 manns verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar, þar af fjögur börn. Einn sjúkraflutningamaður á reiðhjóli hefði slasast, en þó ekki alvarlega. Yfirmaður slökkviliðs Merseyside, Nick Searle, sagði þrjá fullorðna einstaklinga og eitt barn hafa verið undir bílnum þegar viðbragðsaðila bar að garði. Þeim hafi verið komið til bjargar eins skjótt og auðið var, og komið í sjúkrabíl. Fyrir blaðamannafundinn hafði verið greint frá því að 53 ára karlmaður væri í haldi lögreglu, og að hann væri breskur og hvítur, eins og það var orðað í tilkynningu lögreglu. Þar var almenningur einnig hvattur til þess að taka ekki þátt í getgátum um atvikið, og beðinn um koma upplýsingum sem hjálpað gætu til við rannsókn málsins beint til lögreglunnar.
Bretland England Tengdar fréttir „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46
Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20