Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þeim hafi borist tilkynning um málið klukkan sex á staðartíma. Þeim hafi verið greint frá því að bíll hafi lent á nokkrum fjölda fólks á Water Street í borginni. Bíllinn hafi numið staðar og maðurinn sem ók honum er, líkt og áður segir, nú í haldi lögreglu.
Ekki liggur fyrir hvert ástand þeirra sem urðu fyrir bílnum er.
Fótboltaliðið Liverpool bar sigur úr býtum í ensku úrvalsdeildinni þetta árið. Þess vegna fer nú fram skrúðganga á strætum borgarinnar, en talið er að þar séu nokkur þúsund saman komin.
Lögreglan hefur greint frá því að ökumaðurinn sé 53 ára gamall karlmaður frá Liverpool-svæðinu. Ekki liggi fyrir hvers vegna atvikið átti sér stað.
Sjónarvottur segist, í samtali við Sky News, hafa verið í herbergi vinar síns þegar þau heyrðu öskur. Þeim hafi verið litið út um gluggan og séð bíl keyra yfir fólk. Síðan hafi fólk farið á eftir bílnum og reynt að brjótast inn í hann. Þar á eftir hafi lögregla reynt að koma fólki frá bílnum.
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir að fregnirnar frá Liverpool séu hræðilegar. „Hugur minn er hjá þeim sem særðir eru, eða hafa orðið fyrir áhrifum vegna málsins.
Fréttin hefur verið uppfærð.