Salah var einnig valinn bestur af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar og blaðamönnum. Hann hefur átt frábært tímabil með Liverpool og hefur bæði skorað flest mörk (28) og gefið flestar stoðsendingar (18) í deildinni.
Þetta er í annað sinn sem Salah er valinn bestur hjá ensku úrvalsdeildinni en hann fékk þessi verðlaun einnig 2017-18, fyrsta tímabil hans hjá Liverpool. Fjórir aðrir leikmenn hafa fengið þessa viðurkenningu í tvígang; Thierry Henry, Cristiano Ronaldo, Nemanja Vidic og Kevin De Bruyne.
Gravenberch hefur spilað einkar vel með Liverpool í vetur og verið í stóru hlutverki á miðju Rauða hersins.
Byrjað var að veita þessi verðlaun tímabilið 2019-20 en þá fékk Trent Alexander-Arnold þau.