Keir Starmer forsætisráðherra Breta tekur svo á móti leiðtogum Evrópusambandsins á fundi síðar í dag og þá verður blaðamannafundur þar sem skýrt verður nánar frá samkomulaginu sem sagt er vera í höfn. Ætlunin er að endurstilla samskipti ESB og Breta eftir Brexit, þegar Bretland sagði sig úr sambandinu.
Samningaviðræður hafa staðið síðustu mánuði og þar til í nótt voru nokkrir ásteitingasteinar enn í veginum. Helsta ágreiningsefnið mun hafa verið fiskveiðar en því máli var landað seint í nótt.