Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2025 15:52 Israel Katz og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael í stjórnstöð hersins í dag. Israel Katz Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir umfangsmiklar árásir hafa verið gerðar á Húta í Jemen í dag. Miklar skemmdir hafi verið unndar á höfnum undir stjórn Húta og flugvellinum í Sanaa. Þá hótar Katz því að hætti Hútar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael muni verða gripið til frekari aðgerða. Ísraelar muni þá fara á eftir leiðtogum Húta. „...eins og við gerðum við Deif og Sinwar-bræðurna á Gasa, Nasrallah í Beirút og Haniyeh í Tehran,“ skrifaði Katz á X. Var hann þar að vísa til leiðtoga Hamas-samtakanna og Hezbollah, sem Ísraelar hafa fellt eða reynt að ráða af dögum. „Við munum einnig elta uppi Abd Malek al-Houthi [Leiðtoga Húta] í Jemen.“ צה"ל תקף כעת ופגע קשות בנמלים בתימן הנמצאים בשליטת ארגון הטרור החות׳י.גם שדה התעופה בצנעא עדיין הרוס.כמו שאמרנו: אם החות׳ים ימשיכו לירות טילים לעבר מדינת ישראל הם יספגו מכות כואבות - ונפגע גם בראשי הטרור כמו שעשינו לדף והסינווארים בעזה, לנסראללה בביירות ולהנייה בטהרן, נצוד… pic.twitter.com/MBGIVupkYC— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) May 16, 2025 Í þessari viku hafa Hútar skotið nokkrum eldflaugum og drónum að Ísrael. Það hafa þeir reglulega gert frá því Ísraelar hófu hernaðinn á Gasaströndinni. Bandaríkjamenn hafa einnig gert umfangsmiklar árásir á Húta vegna árása þeirra á Ísrael og skip á Rauðahafi. Þær árásir voru mjög umfangsmiklar og stóðu yfir í um tvo mánuði. Trump lýsti þó á dögunum óvænt yfir vopnahléi við Húta og sagði leiðtoga þeirra hafa samþykkt að hætta árásum á skip á Rauðahafi, að hluta til. Hútar samþykktu ekki að hætta árásum á skip sem tengjast Ísrael eða árásum á Ísrael. Samkvæmt frétt Times of Israel komu fjöldi flugmanna hersins að árásunum, auk dróna, en herinn segir hafnirnar og flugvöllinn sem árásirnar beindust að hafa verið notaðar til flytja vopn frá Íran í hendur Húta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísraelar gera árásir á þessa staði. TOI hefur eftir öðrum miðlum í Ísrael að beðið hafi verið með árásirnar þar til Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, væri farinn frá Mið-Austurlöndum. Ísrael Jemen Hernaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Þá hótar Katz því að hætti Hútar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael muni verða gripið til frekari aðgerða. Ísraelar muni þá fara á eftir leiðtogum Húta. „...eins og við gerðum við Deif og Sinwar-bræðurna á Gasa, Nasrallah í Beirút og Haniyeh í Tehran,“ skrifaði Katz á X. Var hann þar að vísa til leiðtoga Hamas-samtakanna og Hezbollah, sem Ísraelar hafa fellt eða reynt að ráða af dögum. „Við munum einnig elta uppi Abd Malek al-Houthi [Leiðtoga Húta] í Jemen.“ צה"ל תקף כעת ופגע קשות בנמלים בתימן הנמצאים בשליטת ארגון הטרור החות׳י.גם שדה התעופה בצנעא עדיין הרוס.כמו שאמרנו: אם החות׳ים ימשיכו לירות טילים לעבר מדינת ישראל הם יספגו מכות כואבות - ונפגע גם בראשי הטרור כמו שעשינו לדף והסינווארים בעזה, לנסראללה בביירות ולהנייה בטהרן, נצוד… pic.twitter.com/MBGIVupkYC— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) May 16, 2025 Í þessari viku hafa Hútar skotið nokkrum eldflaugum og drónum að Ísrael. Það hafa þeir reglulega gert frá því Ísraelar hófu hernaðinn á Gasaströndinni. Bandaríkjamenn hafa einnig gert umfangsmiklar árásir á Húta vegna árása þeirra á Ísrael og skip á Rauðahafi. Þær árásir voru mjög umfangsmiklar og stóðu yfir í um tvo mánuði. Trump lýsti þó á dögunum óvænt yfir vopnahléi við Húta og sagði leiðtoga þeirra hafa samþykkt að hætta árásum á skip á Rauðahafi, að hluta til. Hútar samþykktu ekki að hætta árásum á skip sem tengjast Ísrael eða árásum á Ísrael. Samkvæmt frétt Times of Israel komu fjöldi flugmanna hersins að árásunum, auk dróna, en herinn segir hafnirnar og flugvöllinn sem árásirnar beindust að hafa verið notaðar til flytja vopn frá Íran í hendur Húta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísraelar gera árásir á þessa staði. TOI hefur eftir öðrum miðlum í Ísrael að beðið hafi verið með árásirnar þar til Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, væri farinn frá Mið-Austurlöndum.
Ísrael Jemen Hernaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira