Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2025 10:46 Mikil reiði er í Pakistan vegna árása Indverja þar í gærkvöldi. AP/Muhammad Sajjad Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. Eftir fund þjóðaröryggisráðs Pakistan í morgun var því lýst yfir að her ríkisins hefði heimild til að bregðast við þessum árásum og hefna fyrir brot Indverja gegn fullveldi Pakistan. Ekki var sagt hvenær von væri á þessum viðbrögðum að öðru leyti en að þau yrðu framkvæmd þegar hentaði. Þjóðaröryggisráðið sagði eftir fundinn að Indverjar hefðu kveikt bál á svæðinu og þeir bæru einir ábyrgð á afleiðingunum. Fundurinn í morgun var haldinn í kjölfar þess að Indverjar skutu 24 eldflaugum að skotmörkum í Kasmír-héraði, þeim hluta sem stjórnað er af Pakistan, og annars staðar í Pakistan en ráðamenn í Indlandi segja árásirnar hafa verið fyrirbyggjandi þar sem þeir hafi fengið upplýsingar um yfirvofandi árásir vígamanna. Indverjar segja árásirnar hafa beinst að búðum hryðjuverkamanna tveggja hópa sem kallast Lashkar-e-Taiba og Jaish-e-Mohammed. Sjö búðir eiga að hafa verið undir stjórn LeT og tvær undir stjórn JeM. Báðir hóparnir berjast gegn stjórn Indverja á Kasmír-héraði og hafa staðið að fjölmörgum hryðjuverkaárásum í gegnum árin. Loftárásirnar í gærkvöldi voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn LeT 26 myrtu indverska ferðamenn Indlands-megin í Kasmírhéraði en Indverjar hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að styðja við umrædda hryðjuverkahópa og aðra. Árásirnar stóðu yfir í um 25 mínútur og beindust að níu skotmörkum, samkvæmt Indverjum. Pakistanar segjast hafa skotið niður fimm herþotur Indverja. Í kjölfarið svöruðu Pakistanar með stórskotaliðsárásum, sem Indverjar svöruðu svo einnig og eru óbreyttir borgarar sagðir hafa fallið í þessari skothríð þvers og kruss yfir landamærin. Vitað er til þess að að minnsta kosti þrjár þotur hröpuðu Indlandsmegin við landamæri ríkjanna. Yfirlýsing, sem ku vera frá leiðtoga JeM sem heitir Masood Azhar, var birt í morgun. Þar segist hann hafa misst tíu fjölskyldumeðlimi í árásum Indverja og þar á meðal systur sína, mág, og frændur og frænkur. Azhar heitir hefndum gegn Indverjum. Reuters segir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vinna í því að skoða þá staði sem árásir voru gerðar á í gærkvöldi. Pakistanar segja allavega eina mosku hafa orðið fyrir eldflaug. Pakistanskur þingmaður hefur kallað eftir því að eldflaugum verði í staðinn skotið að indverskum stíflum eða bænahúsum. Hann segir 24 eldflaugum hafa verið skotið að Pakistan og því eigi að svara með því að skjóta 48 eldflaugum að Indlandi. یا تو انڈیا کے ڈیموں پر حملہ کیا جائے یا پھر جس طرح ہماری مساجد گرائی گئی ہیں انڈیا کے دو تین مندر گرائے جائیں 24 میزائل پاکستان پر چلے ہیں 48 میزائل انڈیا پر چلائے جائیں ۔صاحبزادہ حامد رضا pic.twitter.com/aAnb1qKM2D— Farid Malik (@FaridMalikPK) May 7, 2025 Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Tvö af þessum stríðum hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum helmingi þess. Frá 2019 hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum og telja sérfræðingar að beggja vegna við landamærin telji ráðamenn sig í betri stöðu en þeir væru síðast þegar til átaka kom. Pakistan Indland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Eftir fund þjóðaröryggisráðs Pakistan í morgun var því lýst yfir að her ríkisins hefði heimild til að bregðast við þessum árásum og hefna fyrir brot Indverja gegn fullveldi Pakistan. Ekki var sagt hvenær von væri á þessum viðbrögðum að öðru leyti en að þau yrðu framkvæmd þegar hentaði. Þjóðaröryggisráðið sagði eftir fundinn að Indverjar hefðu kveikt bál á svæðinu og þeir bæru einir ábyrgð á afleiðingunum. Fundurinn í morgun var haldinn í kjölfar þess að Indverjar skutu 24 eldflaugum að skotmörkum í Kasmír-héraði, þeim hluta sem stjórnað er af Pakistan, og annars staðar í Pakistan en ráðamenn í Indlandi segja árásirnar hafa verið fyrirbyggjandi þar sem þeir hafi fengið upplýsingar um yfirvofandi árásir vígamanna. Indverjar segja árásirnar hafa beinst að búðum hryðjuverkamanna tveggja hópa sem kallast Lashkar-e-Taiba og Jaish-e-Mohammed. Sjö búðir eiga að hafa verið undir stjórn LeT og tvær undir stjórn JeM. Báðir hóparnir berjast gegn stjórn Indverja á Kasmír-héraði og hafa staðið að fjölmörgum hryðjuverkaárásum í gegnum árin. Loftárásirnar í gærkvöldi voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn LeT 26 myrtu indverska ferðamenn Indlands-megin í Kasmírhéraði en Indverjar hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að styðja við umrædda hryðjuverkahópa og aðra. Árásirnar stóðu yfir í um 25 mínútur og beindust að níu skotmörkum, samkvæmt Indverjum. Pakistanar segjast hafa skotið niður fimm herþotur Indverja. Í kjölfarið svöruðu Pakistanar með stórskotaliðsárásum, sem Indverjar svöruðu svo einnig og eru óbreyttir borgarar sagðir hafa fallið í þessari skothríð þvers og kruss yfir landamærin. Vitað er til þess að að minnsta kosti þrjár þotur hröpuðu Indlandsmegin við landamæri ríkjanna. Yfirlýsing, sem ku vera frá leiðtoga JeM sem heitir Masood Azhar, var birt í morgun. Þar segist hann hafa misst tíu fjölskyldumeðlimi í árásum Indverja og þar á meðal systur sína, mág, og frændur og frænkur. Azhar heitir hefndum gegn Indverjum. Reuters segir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vinna í því að skoða þá staði sem árásir voru gerðar á í gærkvöldi. Pakistanar segja allavega eina mosku hafa orðið fyrir eldflaug. Pakistanskur þingmaður hefur kallað eftir því að eldflaugum verði í staðinn skotið að indverskum stíflum eða bænahúsum. Hann segir 24 eldflaugum hafa verið skotið að Pakistan og því eigi að svara með því að skjóta 48 eldflaugum að Indlandi. یا تو انڈیا کے ڈیموں پر حملہ کیا جائے یا پھر جس طرح ہماری مساجد گرائی گئی ہیں انڈیا کے دو تین مندر گرائے جائیں 24 میزائل پاکستان پر چلے ہیں 48 میزائل انڈیا پر چلائے جائیں ۔صاحبزادہ حامد رضا pic.twitter.com/aAnb1qKM2D— Farid Malik (@FaridMalikPK) May 7, 2025 Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Tvö af þessum stríðum hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum helmingi þess. Frá 2019 hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum og telja sérfræðingar að beggja vegna við landamærin telji ráðamenn sig í betri stöðu en þeir væru síðast þegar til átaka kom.
Pakistan Indland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira