Finnski flugherinn greinir frá þessu en slysið var um klukkan átta í morgun, eða klukkan 11 að staðartíma. Þar segir að flugherinn hafi verið í samskiptum við flugmanninn eftir slysið.
Ilmavoimien F/A-18 Hornet -hävittäjä on joutunut lento-onnettomuuteen Rovaniemellä 7.5. noin kello 11. Kone on syöksynyt maahan Rovaniemen lentokenttäalueella. Lentäjä on pelastautunut heittoistuimella ja hänet on tavoitettu.
— Ilmavoimat (@FinnishAirForce) May 7, 2025
Á finnskum fréttasíðum má sjá að mikinn reyk lagði frá slysstaðnum. Herþotan var af gerðinni F/A-18 Hornet.
Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað varð til þess að slysið varð, en mikill viðbúnaður er á staðnum.
Flugherinn greinir frá því að frekari upplýsingar um slysið verði veittar síðar í dag.