Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2025 06:25 Brak úr indverskri herþotu í indverska hluta Kasmír-héraðs. Mögulega er um að ræða eldsneytistank sem hannaður er til að losna af þotum. AP/Dar Yasin Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. Pakistanar segja að 31 óbreyttur borgari hafi fallið í árásum Indverja. Þeim hafi verið svarað með stórskotaliðsárásum en pakistanskur herforingi segir þær hafa beinst að nokkrum indverskum varðstöðvum við landamæri ríkjanna. Yfirvöld á Indlandi segja að tíu óbreyttir borgarar hafi fallið í þessum árásum Pakistana í indverska hluta Kasmír-héraðs. Sjá einnig: Indland gerir árás á Pakistan Indverjar hafa ekki viðurkennt að fimm herþotur þeirra hafi verið skotnar niður en fregnir hafa þó borist af því að að minnsta kosti þrjár þotur hafi hrapað í Indlandi frá því átökin hófust í gær. Pakistanar segja að af þessum fimm þotum séu þrjár Rafale-herþotur sem Indverjar keyptu frá Frakklandi. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, lýsti árásunum á Pakistan í gær sem fyrirbyggjandi. Þær voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn, sem Indverjar segja studda af yfirvöldum í Pakistan, myrtu 26 ferðamenn í Kasmír-héraði. Síðan þá hefur spennan aukist töluvert milli ríkjanna tveggja. Misri segir Indverja hafa upplýsingar um nýjar árásir og því hafi þeir brugðist við og gert eigin árásir á að minnsta kosti níu skotmörk í Pakistan. Þessi skotmörk eru sögð hafa verið staðir þar sem hryðjuverk hafi verið skipulögð. Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Sjá einnig: Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Á kynningu sem haldin var á Indlandi í morgun sögðu talsmenn indverska hersins að markmið árásanna i gærkvöldi hafi verið að ná fram réttlæti fyrir árásina í Kasmír í síðasta mánuði. Níu hryðjuverkabúðir hafi orðið fyrir skemmdum og að notast hafi verið við sérstök vopn til að reyna að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. Ráðamenn í Pakistan segja að þeir muni bregðast frekar við þessum árásum en það verði gert þegar Pakistanar telji það best. Þjóðaröryggisráð Pakistans hélt fund í morgun og ætlar Shehbaz Sharif, forsætisráðherra, að ávarpa pakistönsku þjóðina innan skamms. Pakistan Indland Hernaður Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Pakistanar segja að 31 óbreyttur borgari hafi fallið í árásum Indverja. Þeim hafi verið svarað með stórskotaliðsárásum en pakistanskur herforingi segir þær hafa beinst að nokkrum indverskum varðstöðvum við landamæri ríkjanna. Yfirvöld á Indlandi segja að tíu óbreyttir borgarar hafi fallið í þessum árásum Pakistana í indverska hluta Kasmír-héraðs. Sjá einnig: Indland gerir árás á Pakistan Indverjar hafa ekki viðurkennt að fimm herþotur þeirra hafi verið skotnar niður en fregnir hafa þó borist af því að að minnsta kosti þrjár þotur hafi hrapað í Indlandi frá því átökin hófust í gær. Pakistanar segja að af þessum fimm þotum séu þrjár Rafale-herþotur sem Indverjar keyptu frá Frakklandi. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, lýsti árásunum á Pakistan í gær sem fyrirbyggjandi. Þær voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn, sem Indverjar segja studda af yfirvöldum í Pakistan, myrtu 26 ferðamenn í Kasmír-héraði. Síðan þá hefur spennan aukist töluvert milli ríkjanna tveggja. Misri segir Indverja hafa upplýsingar um nýjar árásir og því hafi þeir brugðist við og gert eigin árásir á að minnsta kosti níu skotmörk í Pakistan. Þessi skotmörk eru sögð hafa verið staðir þar sem hryðjuverk hafi verið skipulögð. Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Sjá einnig: Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Á kynningu sem haldin var á Indlandi í morgun sögðu talsmenn indverska hersins að markmið árásanna i gærkvöldi hafi verið að ná fram réttlæti fyrir árásina í Kasmír í síðasta mánuði. Níu hryðjuverkabúðir hafi orðið fyrir skemmdum og að notast hafi verið við sérstök vopn til að reyna að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. Ráðamenn í Pakistan segja að þeir muni bregðast frekar við þessum árásum en það verði gert þegar Pakistanar telji það best. Þjóðaröryggisráð Pakistans hélt fund í morgun og ætlar Shehbaz Sharif, forsætisráðherra, að ávarpa pakistönsku þjóðina innan skamms.
Pakistan Indland Hernaður Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent