Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 09:01 Lewis Hamilton varð að sætta sig við áttunda sæti í Miami. Getty/Mario Renzi Breski ökuþórinn Lewis Hamilton segist enga ástæðu til að biðjast afsökunar á sinni hegðun í Miami-kappakstrinum í gær. Hann sé einfaldlega enn með mikið keppnisskap. Ferrari-mennirnir Hamilton og Charles LeClerc skiptust á að reyna að komast fram úr Kimi Antonelli hjá Mercedes en tókst það reyndar hvorugum og endaði LeClerc í 7. sæti og Hamilton í því áttunda. Hamilton bað um að fá að fara fram úr LeClerc til að geta sótt að Antonelli en þegar hann fékk ekki svar strax sagði hann í talstöðina: „Takið endilega tepásu á meðan.“ Hamilton fékk svo að fara fram úr LeClerc en þegar honum tókst ekki að ógna Antonelli var hann beðinn um að hleypa LeClerc aftur fram úr. Það virtist hann ekki vilja gera strax. Þegar LeClerce var sagt að hann fengi að fara fram úr í næsta hring sagði hann mönnum að spá ekki meira í þessu og virtist vilja ræða málið frekar eftir keppni. Hamilton hleypti honum þó að lokum fram úr og endaði sæti neðar. „Ég er enn þá með keppnisskap [e. fire in my belly]. Ég fann það blossa upp þarna,“ sagði Hamilton eftir keppnina. „Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því að vilja berjast. Ég biðst ekki afsökunar á því að hafa enn löngunina. Ég veit að það er þannig með alla í liðinu líka. Mér fannst upphaflega ákvörðunin ekki koma nógu hratt. Þegar það er þannig þá er maður bara: „áfram með smjörið“. En svo er það bara búið. Það er allt í góðu á milli mín og liðsins og Charles. Mér finnst við geta gert betur. En bíllinn er ekki alveg þar sem hann þarf að vera. Á endanum erum við að berjast um sjöunda og áttunda,“ sagði Hamilton. Akstursíþróttir Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Ferrari-mennirnir Hamilton og Charles LeClerc skiptust á að reyna að komast fram úr Kimi Antonelli hjá Mercedes en tókst það reyndar hvorugum og endaði LeClerc í 7. sæti og Hamilton í því áttunda. Hamilton bað um að fá að fara fram úr LeClerc til að geta sótt að Antonelli en þegar hann fékk ekki svar strax sagði hann í talstöðina: „Takið endilega tepásu á meðan.“ Hamilton fékk svo að fara fram úr LeClerc en þegar honum tókst ekki að ógna Antonelli var hann beðinn um að hleypa LeClerc aftur fram úr. Það virtist hann ekki vilja gera strax. Þegar LeClerce var sagt að hann fengi að fara fram úr í næsta hring sagði hann mönnum að spá ekki meira í þessu og virtist vilja ræða málið frekar eftir keppni. Hamilton hleypti honum þó að lokum fram úr og endaði sæti neðar. „Ég er enn þá með keppnisskap [e. fire in my belly]. Ég fann það blossa upp þarna,“ sagði Hamilton eftir keppnina. „Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því að vilja berjast. Ég biðst ekki afsökunar á því að hafa enn löngunina. Ég veit að það er þannig með alla í liðinu líka. Mér fannst upphaflega ákvörðunin ekki koma nógu hratt. Þegar það er þannig þá er maður bara: „áfram með smjörið“. En svo er það bara búið. Það er allt í góðu á milli mín og liðsins og Charles. Mér finnst við geta gert betur. En bíllinn er ekki alveg þar sem hann þarf að vera. Á endanum erum við að berjast um sjöunda og áttunda,“ sagði Hamilton.
Akstursíþróttir Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira