Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2025 15:18 Endrick ætlaði að vera kaldur karl en það kom í bakið á honum. Hann fékk líka að heyra það frá Carlo Ancelotti. Getty/Maria Gracia Jimenez/ Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var ekki ánægður með stælana í brasilíska ungstirninu Endrick í síðasta leik spænska liðsins. Real Madrid vann 1-0 sigur á Getafe og hélt sér inni í titilbaráttunni. Hinn átján ára gamli Endrick fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliðinu í spænsku deildinni síðan hann kom til félagsins í júlí 2024. Endrick fékk tvö góð færi til að skora í leiknum en nýtti þau ekki. Það seinna kom á 59. mínútu þegar hann var einn á móti markverði Getafe. Endrick reyndi að lyfta boltanum yfir markvörðinn en mistókst það algjörlega og boltinn fór beint í hendur markvarðar Getafe. Ancelotti var allt annað en sáttur með strákinn og kallaði þetta trúðslæti. „Hann fékk tvö færi. Hann hefði ekki getað gert betur í fyrra færinu og gæti hafa verið rangstæður í því síðara. Hann getur samt ekki verið að reyna svona hluti,“ sagði Carlo Ancelotti. „Hann er ungur og verður að læra af þessu. Hann verður að skjóta á markið og hætta þessum trúðslátum. Það er ekkert pláss fyrir dramaklúbb í fótboltanum,“ sagði Ancelotti. Endrick gat líka lagt upp mark fyrir Arda Güler sem hefði þá komið Real í 2-0 en reyndi frekar að skjóta sjálfur. Ancelotti tók Endrick af velli á 64. mínútu og setti Jude Bellingham inn á völlinn. Brasilíski táningurinn hefur skorað sjö mörk í 33 leikjum í öllum keppnum en hann hefur verið að koma inn á sem varamaður. Real Madrid er í öðru sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir Barcelona, þegar fimm leikir eru eftir. Næst á dagskrá er bikarúrslitaleikur á móti Barcelona í Sevilla á morgun. Carlo Ancelotti had some stern words for Endrick after his performance against Getafe 👀 pic.twitter.com/CXbqeYZer2— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2025 Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Real Madrid vann 1-0 sigur á Getafe og hélt sér inni í titilbaráttunni. Hinn átján ára gamli Endrick fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliðinu í spænsku deildinni síðan hann kom til félagsins í júlí 2024. Endrick fékk tvö góð færi til að skora í leiknum en nýtti þau ekki. Það seinna kom á 59. mínútu þegar hann var einn á móti markverði Getafe. Endrick reyndi að lyfta boltanum yfir markvörðinn en mistókst það algjörlega og boltinn fór beint í hendur markvarðar Getafe. Ancelotti var allt annað en sáttur með strákinn og kallaði þetta trúðslæti. „Hann fékk tvö færi. Hann hefði ekki getað gert betur í fyrra færinu og gæti hafa verið rangstæður í því síðara. Hann getur samt ekki verið að reyna svona hluti,“ sagði Carlo Ancelotti. „Hann er ungur og verður að læra af þessu. Hann verður að skjóta á markið og hætta þessum trúðslátum. Það er ekkert pláss fyrir dramaklúbb í fótboltanum,“ sagði Ancelotti. Endrick gat líka lagt upp mark fyrir Arda Güler sem hefði þá komið Real í 2-0 en reyndi frekar að skjóta sjálfur. Ancelotti tók Endrick af velli á 64. mínútu og setti Jude Bellingham inn á völlinn. Brasilíski táningurinn hefur skorað sjö mörk í 33 leikjum í öllum keppnum en hann hefur verið að koma inn á sem varamaður. Real Madrid er í öðru sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir Barcelona, þegar fimm leikir eru eftir. Næst á dagskrá er bikarúrslitaleikur á móti Barcelona í Sevilla á morgun. Carlo Ancelotti had some stern words for Endrick after his performance against Getafe 👀 pic.twitter.com/CXbqeYZer2— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2025
Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira