Piastri keyrði McLaren bíl sinn frábærlega í dag og skákaði bæði Max Verstappen hjá Red Bull og Charles Leclerc hjá Ferrari. Liðsfélagi Piastri hjá McLaren, Lando Norris, kom svo fjórði í mark. Sá átti á brattann að sækja eftir tímatökuna.
Tveir ökumenn kláruðu ekki keppni dagsins eftir að þeir rákust utan í hvorn annan á fyrsta hring. Það voru þeir Pierre Gasly hjá Alpine og Yuki Tsunoda hjá Red Bull.
Piastri keyrði 2.8 sekúndum hraðar en Verstappen og tók þar með forystuna í keppni ökumanna. Hann er nú með 10 stiga forystu á liðsfélaga sinn Norris og er þar með fyrsti Ástralinn til að leiða keppni ökumanna í 15 ár.