Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2025 17:20 Oscar Piastri keyrði McLaren bílinn af mikilli snilld. Kym Illman/Getty Images Oscar Piastri hjá McLaren ræsti fyrstur, hélt forystunni allan tímann í Barein og fagnaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu í Formúlu 1. George Russell hjá Mercedes hélt liðsfélaga hans Lando Norris fyrir aftan sig til að tryggja þriðja sætið. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen kom sjötti í mark á eftir Lewis Hamilton og Charles LeClerc hjá Ferrari. Sigurinn var afar öruggur hjá Piastri, sem kom fimmtán sekúndum á undan næsta manni yfir marklínuna þrátt fyrir að hafa misst sjö sekúndna forystu fyrr í kappakstrinum. Liðsfélagi hans Lando Norris stóð sig illa í tímatökunni í gær og ræsti sjötti en keyrði vel í dag og tryggði sér þriðja sætið á síðasta hringnum. Hann gæti líka enn unnið sig upp í annað sætið þar sem George Russell er til rannsóknar fyrir brot á DRS reglum. Lewis Hamilton var valinn ökumaður dagsins eftir að hafa unnið sig upp úr níunda sæti í fimmta sætið, þrátt fyrir bilanir í bílnum á leiðinni. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles LeClerc, stóð sig ekki eins vel og féll úr öðru sæti í það fjórða. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen var í vandræðum framan af en tókst á lokahringjunum að taka fram úr Pierre Gasly hjá Alpine og enda í sjötta sæti. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Yuki Tsunoda, skoraði sín fyrstu stig á tímabilinu þegar hann kom níundi í mark. Akstursíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sigurinn var afar öruggur hjá Piastri, sem kom fimmtán sekúndum á undan næsta manni yfir marklínuna þrátt fyrir að hafa misst sjö sekúndna forystu fyrr í kappakstrinum. Liðsfélagi hans Lando Norris stóð sig illa í tímatökunni í gær og ræsti sjötti en keyrði vel í dag og tryggði sér þriðja sætið á síðasta hringnum. Hann gæti líka enn unnið sig upp í annað sætið þar sem George Russell er til rannsóknar fyrir brot á DRS reglum. Lewis Hamilton var valinn ökumaður dagsins eftir að hafa unnið sig upp úr níunda sæti í fimmta sætið, þrátt fyrir bilanir í bílnum á leiðinni. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles LeClerc, stóð sig ekki eins vel og féll úr öðru sæti í það fjórða. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen var í vandræðum framan af en tókst á lokahringjunum að taka fram úr Pierre Gasly hjá Alpine og enda í sjötta sæti. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Yuki Tsunoda, skoraði sín fyrstu stig á tímabilinu þegar hann kom níundi í mark.
Akstursíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira