Fótbolti

Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Júlíus harkaði höggið af sér en var síðan tekinn af velli
Júlíus harkaði höggið af sér en var síðan tekinn af velli aftonbladet

Júlíus Magnússon er með brákaðan sköflung og verður frá um óákveðinn tíma, nokkrar vikur hið minnsta. Hann meiddist í fyrri hálfleik í leik gegn Malmö síðustu helgi, en fór ekki af velli fyrr en í seinni hálfleik.

Júlíus gekk til liðs við Elfsborg í Svíþjóð frá Fredrikstad í Noregi í byrjun árs og er einn dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Hann var í byrjunarliðinu fyrstu tvo leikina, en var tekinn meiddur af velli um miðjan seinni hálfleik gegn Malmö og spilaði ekki gegn Norrköping í gær.

Aftonbladet greindi frá því að í myndatöku hafi brákað bein komið í ljós.

Júlíus bætist því við á lista yfir meidda miðjumenn en Elfsborg saknar einnig Arber Zeneli og Jens Jakob Thomasen. Hvorugur þeirra hefur tekið þátt á tímabilinu hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×