Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2025 10:22 Giorgi Mamardashvili ræðir við Real Madrid stjörnuna Vinicius Junior áður en Brasilíumaðurinn tók vítið. Mamardashvili varði síðan vítið. Getty/Alberto Gardi Georgíski markvörðurinn Giorgi Mamardashvili var í aðalhlutverki þegar Valencia vann mjög óvæntan sigur á Real Madrid á Santiago Bernabeu í gær. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir heimamenn í toppbaráttu spænsku deildarinnar. Liverpool er búið að kaupa Mamardashvili en hann er í láni hjá Valencia á þessu tímabili. Hann sýndi það í gærkvöldi af hverju enska toppliðið vildi fá hann. Mamardashvili hélt Valencia inn í leiknum með því að verja vítaspyrnu frá Vinícius Júnior eftir þrettán mínútna leik. Tveimur mínútum síðar komst Valencia síðan í 1-0. Vinícius jafnaði metin snemma í seinni hálfleik en þrátt fyrir stórsókn þá tókst Real mönnum ekki að skora aftur hjá Mamardashvili og það var síðan Valencia sem stal sigrinum með sigurmarki í uppbótatíma. Mamardashvili sagði síðan frá því eftir leik að hann hefði veðjað við Vinícius og unnið það veðmál. 😅💸 Mamardashvili: “I bet €50 with Vinicius that the penalty will be stopped...…he hasn't given it to me”, told El Chiringuito. pic.twitter.com/jEOJIXX7lz— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 5, 2025 „Ég átti samtal við Vinicius fyrir vítið og græddi síðan fimmtíu evrur,“ sagði Giorgi Mamardashvili við blaðamenn eftir leik. ESPN segir frá. „Ég spurði hann hvort hann vildi setja fimmtíu evrur undir í vítinu. Hann sagði já og ég vann,“ sagði Mamardashvili. „Hann ætti að borga mér en hann hefur ekki enn gert það,“ sagði Mamardashvili. Mamardashvili átti stórleik í markinu og varði hvað eftir annað frá stórstjörnum Real Madrid. Hann varði alls átta skot í leiknum en þrátt fyrir eitt mark þá var xG, áætluð mörk 3,47 hjá Real. Úrslitin voru mikið áfall fyrir Real Madrid í baráttunni um spænska titilinn við Barcelona. 🌟 | PLAYER OF THE MATCHGiorgi Mamardashvili v Real Madrid:🧤 8 saves📥 5 saved shots from inside the box🛑 1 penalty save✋ 2.28 Goals prevented📈 8.5 Sofascore RatingA huge goalkeeping display ensures Valencia leave Santiago Bernabéu with all three points! 👏👏… pic.twitter.com/BDYbfx6Hwr— Sofascore Football (@SofascoreINT) April 5, 2025 Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Liverpool er búið að kaupa Mamardashvili en hann er í láni hjá Valencia á þessu tímabili. Hann sýndi það í gærkvöldi af hverju enska toppliðið vildi fá hann. Mamardashvili hélt Valencia inn í leiknum með því að verja vítaspyrnu frá Vinícius Júnior eftir þrettán mínútna leik. Tveimur mínútum síðar komst Valencia síðan í 1-0. Vinícius jafnaði metin snemma í seinni hálfleik en þrátt fyrir stórsókn þá tókst Real mönnum ekki að skora aftur hjá Mamardashvili og það var síðan Valencia sem stal sigrinum með sigurmarki í uppbótatíma. Mamardashvili sagði síðan frá því eftir leik að hann hefði veðjað við Vinícius og unnið það veðmál. 😅💸 Mamardashvili: “I bet €50 with Vinicius that the penalty will be stopped...…he hasn't given it to me”, told El Chiringuito. pic.twitter.com/jEOJIXX7lz— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 5, 2025 „Ég átti samtal við Vinicius fyrir vítið og græddi síðan fimmtíu evrur,“ sagði Giorgi Mamardashvili við blaðamenn eftir leik. ESPN segir frá. „Ég spurði hann hvort hann vildi setja fimmtíu evrur undir í vítinu. Hann sagði já og ég vann,“ sagði Mamardashvili. „Hann ætti að borga mér en hann hefur ekki enn gert það,“ sagði Mamardashvili. Mamardashvili átti stórleik í markinu og varði hvað eftir annað frá stórstjörnum Real Madrid. Hann varði alls átta skot í leiknum en þrátt fyrir eitt mark þá var xG, áætluð mörk 3,47 hjá Real. Úrslitin voru mikið áfall fyrir Real Madrid í baráttunni um spænska titilinn við Barcelona. 🌟 | PLAYER OF THE MATCHGiorgi Mamardashvili v Real Madrid:🧤 8 saves📥 5 saved shots from inside the box🛑 1 penalty save✋ 2.28 Goals prevented📈 8.5 Sofascore RatingA huge goalkeeping display ensures Valencia leave Santiago Bernabéu with all three points! 👏👏… pic.twitter.com/BDYbfx6Hwr— Sofascore Football (@SofascoreINT) April 5, 2025
Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira