Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2025 13:17 Leitað í rústum fjölbýlishúss sem hrundi í Mandalay. AP/Thein Zaw Fjöldi látinna hefur hækkað í rúmlega 1.700 eftir öflugan jarðskjálfta í Mjanmar á föstudaginn. Skjálftinn var 7,7 stig og olli gífurlegum skaða en óttast er að afleiðingarnar verði langvarandi og fari versnandi með því að ýta frekar undir það slæma ástand sem hafði myndast í Mjanmar fyrir jarðskjálftann. Þá er talið að fjöldi látinna muni reynast mun hærri en búið er að staðfesta. Alþjóðlegar hjálparsveitir eru að störfum í Mjanmar en borgarastyrjöld hefur geisað þar um nokkurra ára skeið. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka og margir hafa haft takmarkað aðgengi að mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Sjá einnig: „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sameinuðu þjóðirnar segja um tuttugu milljónir manna í Mjanmar hafa þurft mannúðaraðstoð, áður en jörðin byrjaði að skjálfa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stórum hluta landsins er í raun stjórnað af mismunandi uppreisnarhópum sem hafa verið að berjast gegn herforingjastjórninni sem tók völd í Mjanmar árið 2021. Þessum hópum hefur vaxið ásmegin gegn herforingjastjórninni. Ásigkomulag vega, brúa og almennra innviða er mjög slæmt. Staðan í landinu hefur gert björgunar- og hjálparstarf flóknara en ella. Leiðtogar Hjálparsamtaka sem vinna á svæðinu segja að enn sé ekki búið að ná almennilega utan um umfang skaðans í landinu. Skriður hafi meðal annars leitt til þess að ekki sé búið að ná til hluta landsins. Uppruni skjálftans var skammt frá borginni Mandalay, sem er sú næst stærsta í Mjanmar. Þar urðu skemmdir gífurlega miklar. Mjanmar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. 30. mars 2025 08:37 Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað. 29. mars 2025 16:12 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Þá er talið að fjöldi látinna muni reynast mun hærri en búið er að staðfesta. Alþjóðlegar hjálparsveitir eru að störfum í Mjanmar en borgarastyrjöld hefur geisað þar um nokkurra ára skeið. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka og margir hafa haft takmarkað aðgengi að mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Sjá einnig: „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sameinuðu þjóðirnar segja um tuttugu milljónir manna í Mjanmar hafa þurft mannúðaraðstoð, áður en jörðin byrjaði að skjálfa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stórum hluta landsins er í raun stjórnað af mismunandi uppreisnarhópum sem hafa verið að berjast gegn herforingjastjórninni sem tók völd í Mjanmar árið 2021. Þessum hópum hefur vaxið ásmegin gegn herforingjastjórninni. Ásigkomulag vega, brúa og almennra innviða er mjög slæmt. Staðan í landinu hefur gert björgunar- og hjálparstarf flóknara en ella. Leiðtogar Hjálparsamtaka sem vinna á svæðinu segja að enn sé ekki búið að ná almennilega utan um umfang skaðans í landinu. Skriður hafi meðal annars leitt til þess að ekki sé búið að ná til hluta landsins. Uppruni skjálftans var skammt frá borginni Mandalay, sem er sú næst stærsta í Mjanmar. Þar urðu skemmdir gífurlega miklar.
Mjanmar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. 30. mars 2025 08:37 Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað. 29. mars 2025 16:12 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. 30. mars 2025 08:37
Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað. 29. mars 2025 16:12
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent