Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. mars 2025 09:33 Max Verstappen og Liam Lawson keyrðu aðeins tvisvar saman sem liðsfélagar, í Ástralíu og Kína. Yuki Tsunoda verður í hinum Red Bull bílnum í Japan. Bryn Lennon - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Helmut Marko, helsti ráðgjafi forstjóra Red Bull í Formúlu 1, segir að heimsmeistarinn Max Verstappen sé ósattur með meðferðina sem liðsfélagi hans fékk. Liam Lawson var sendur aftur niður í ungmennaliðið eftir að hafa ekki fengið stig í fyrstu tveimur keppnunum. „Við vitum að Max er óánægður, en við þurfum tvo bíla framarlega. Ekki bara fyrir bílasmiðakeppnina, heldur líka til að hjálpa Max að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil. Þú getur keyrt og keppt af meiri kænsku þannig,“ sagði Marko í viðtali við De Telegraaf. Marko fer einnig fyrir Racing Bulls, ungmennaliði Red Bull, sem Liam Lawson mun nú keppa aftur fyrir eftir aðeins hundrað daga í aðalliðinu. Yuki Tsunoda fer í hina áttina og keyrir Red Bull bíl í japanska kappakstrinum fyrstu helgina í apríl. „Við þurftum að bregðast við áður en hann missti sjálfstraustið algjörlega. Við megum ekki gleyma því að ferillinn hans er ekki búinn. Hann er kominn aftur í Racing Bulls, lið með bíl sem getur vel skorað einhver stig, bíll sem er töluvert auðveldari í akstri, en aðallega, í liði þar sem hann verður ekki borinn saman við Max Verstappen“ skrifaði Marko í vikulegum pistli sínum á speedweek.com. Liam Lawson tjáði sig á Instagram í gær, í fyrsta sinn opinberlega síðan breytingin var tilkynnt. Þar sagði hann draum sinn síðan í barnæsku hafa verið að keyra Red Bull bíl, eitthvað sem hann vann að alla ævi. Þetta hafi verið honum erfitt. View this post on Instagram A post shared by Liam Lawson (@liamlawson30) Næsti kappakstur í Formúlu 1 fer fram í Japan sunnudaginn 6. apríl og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Akstursíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
„Við vitum að Max er óánægður, en við þurfum tvo bíla framarlega. Ekki bara fyrir bílasmiðakeppnina, heldur líka til að hjálpa Max að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil. Þú getur keyrt og keppt af meiri kænsku þannig,“ sagði Marko í viðtali við De Telegraaf. Marko fer einnig fyrir Racing Bulls, ungmennaliði Red Bull, sem Liam Lawson mun nú keppa aftur fyrir eftir aðeins hundrað daga í aðalliðinu. Yuki Tsunoda fer í hina áttina og keyrir Red Bull bíl í japanska kappakstrinum fyrstu helgina í apríl. „Við þurftum að bregðast við áður en hann missti sjálfstraustið algjörlega. Við megum ekki gleyma því að ferillinn hans er ekki búinn. Hann er kominn aftur í Racing Bulls, lið með bíl sem getur vel skorað einhver stig, bíll sem er töluvert auðveldari í akstri, en aðallega, í liði þar sem hann verður ekki borinn saman við Max Verstappen“ skrifaði Marko í vikulegum pistli sínum á speedweek.com. Liam Lawson tjáði sig á Instagram í gær, í fyrsta sinn opinberlega síðan breytingin var tilkynnt. Þar sagði hann draum sinn síðan í barnæsku hafa verið að keyra Red Bull bíl, eitthvað sem hann vann að alla ævi. Þetta hafi verið honum erfitt. View this post on Instagram A post shared by Liam Lawson (@liamlawson30) Næsti kappakstur í Formúlu 1 fer fram í Japan sunnudaginn 6. apríl og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Akstursíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira