Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2025 11:30 Heimir Hallgrímsson gaf ungum aðdáendum eiginhandaráritun fyrir leikinn við Búlgaríu í Dublin í gærkvöld. Ekki eru þó alveg allir jafnhrifnir af honum sem landsliðsþjálfara. Getty/Thomas Flinkow Á meðan Írar virðast flestir sammála um að Heimir Hallgrímsson sé á réttri leið með írska landsliðið, og geti mögulega barist um sæti á HM karla í Ameríku 2026, þá er einn þeirra þó alls ekki hrifinn af „íslenska tannlækninum“. Hinn 79 ára gamli Eamon Dunphy lætur gamminn geysa í pistlum sínum fyrir Irish Mirror. Heimir hafði rétt svo stýrt Írlandi í sínum fyrstu tveimur leikjum síðasta haust þegar Dunphy kallaði eftir því að hann yrði rekinn. Dunphy hefur svo haldið áfram að hnýta í Heimi í skrifum sínum í tengslum við leiki Írlands við Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Írar unnu reyndar báða leikina 2-1 og einvígið því samtals 4-2 en það þarf meira til að hrífa Dunphy sem er fyrrverandi landsliðsmaður Írlands. „Við höfum allt til staðar til að gera virkilega gott lið, allt sem við þurfum núna er góður þjálfari,“ segir í fyrirsögn við nýjasta pistil Dunphys. „Írland er nálægt því að festa sig í sessi sem topplandslið. Hvers vegna þá að hafa tannlækni frá Íslandi við stjórnvölinn?“ segir í undirfyrirsögn. Segir forvera Heimis að þakka að leikmenn blómstri Írar hafa ekki komist á stórmót síðan Martin O'Neill stýrði þeim á EM 2016 og fátt gekk þeim í hag með arftaka hans við stjórnvölinn, fyrst Mick McCarthy og svo Stephen Kenny. Eftir að John O'Shea, sem nú aðstoðar Heimi, hafði stýrt Írlandi í millibilsástandi fyrri hluta síðasta árs tók Heimir svo við í fyrrasumar. Undir hans stjórn hefur Írland nú unnið fjóra leiki en tapað þremur og telja menn á borð við Kevin Kilbane að Írar gætu barist um HM-sæti með Heimi við stjórnvölinn. Dunphy segir Heimi aftur á móti einfaldlega vera að njóta ávaxtanna af því sem Stephen Kenny sáði með því að blóðga leikmenn sem nú blómstri. Heimir hafi hins vegar gert mistök í gær með því að láta of líka leikmenn Evan Ferguson og Troy Parrott, spila saman frammi. Það hafi gert að verkum að Írland var 1-0 undir í hálfleik í gær og að Heimir hefði átt að gera breytingar þá en sleppt því. Það væri ekki vegna Heimis sem Ferguson hefði jafnað metin í seinni hálfleiknum. Adam Idah skoraði svo sigurmarkið í gær, eftir að hafa fundað með Heimi um sína stöðu. Dunphy lýkur pistli sínum á að skrifa: „Þegar allt er tekið saman þá höfum við það sem þarf til að gera virkilega gott lið. Ég vildi óska þess að við hefðum mjög góðan þjálfara til að stýra þeim. Þannig er það ekki. Ekki enn.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Hinn 79 ára gamli Eamon Dunphy lætur gamminn geysa í pistlum sínum fyrir Irish Mirror. Heimir hafði rétt svo stýrt Írlandi í sínum fyrstu tveimur leikjum síðasta haust þegar Dunphy kallaði eftir því að hann yrði rekinn. Dunphy hefur svo haldið áfram að hnýta í Heimi í skrifum sínum í tengslum við leiki Írlands við Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Írar unnu reyndar báða leikina 2-1 og einvígið því samtals 4-2 en það þarf meira til að hrífa Dunphy sem er fyrrverandi landsliðsmaður Írlands. „Við höfum allt til staðar til að gera virkilega gott lið, allt sem við þurfum núna er góður þjálfari,“ segir í fyrirsögn við nýjasta pistil Dunphys. „Írland er nálægt því að festa sig í sessi sem topplandslið. Hvers vegna þá að hafa tannlækni frá Íslandi við stjórnvölinn?“ segir í undirfyrirsögn. Segir forvera Heimis að þakka að leikmenn blómstri Írar hafa ekki komist á stórmót síðan Martin O'Neill stýrði þeim á EM 2016 og fátt gekk þeim í hag með arftaka hans við stjórnvölinn, fyrst Mick McCarthy og svo Stephen Kenny. Eftir að John O'Shea, sem nú aðstoðar Heimi, hafði stýrt Írlandi í millibilsástandi fyrri hluta síðasta árs tók Heimir svo við í fyrrasumar. Undir hans stjórn hefur Írland nú unnið fjóra leiki en tapað þremur og telja menn á borð við Kevin Kilbane að Írar gætu barist um HM-sæti með Heimi við stjórnvölinn. Dunphy segir Heimi aftur á móti einfaldlega vera að njóta ávaxtanna af því sem Stephen Kenny sáði með því að blóðga leikmenn sem nú blómstri. Heimir hafi hins vegar gert mistök í gær með því að láta of líka leikmenn Evan Ferguson og Troy Parrott, spila saman frammi. Það hafi gert að verkum að Írland var 1-0 undir í hálfleik í gær og að Heimir hefði átt að gera breytingar þá en sleppt því. Það væri ekki vegna Heimis sem Ferguson hefði jafnað metin í seinni hálfleiknum. Adam Idah skoraði svo sigurmarkið í gær, eftir að hafa fundað með Heimi um sína stöðu. Dunphy lýkur pistli sínum á að skrifa: „Þegar allt er tekið saman þá höfum við það sem þarf til að gera virkilega gott lið. Ég vildi óska þess að við hefðum mjög góðan þjálfara til að stýra þeim. Þannig er það ekki. Ekki enn.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira