Eftir að hafa að komist í höfn beygði Voit sig nefnilega niður og þóttist sniffa línu á vellinum. Fagnið vakti mikla athygli og Voit sá sig knúinn til að biðjast afsökunar á því.
Parents might have trouble explaining this to their kids pic.twitter.com/EhBHpeeK6j
— Jomboy Media (@JomboyMedia) March 16, 2025
„Ég vil biðjast afsökunar á framferði mínu í þriðju höfn í gær. Ég tók óþroskaða ákvörðun í hita augnabliksins. Þetta látbragð endurspegalar ekki karakter minn, uppeldið sem ég hlaut og háskólann sem ég spila fyrir. Ég tek fulla ábyrgð á því sem ég gerði og bið alla sem urðu fyrir neikvæðum áhrifum frá þessu sannarlega afsökunar,“ skrifaði Voit á X.
Michigan's Mitchell Voit has issued this apology
— Jomboy Media (@JomboyMedia) March 17, 2025
(via @1Mvvoit) https://t.co/x5ZBCMe9ci pic.twitter.com/Y4qsq6ILWY
Fagn Voits minnir um margt á frægt fagn Robbies Fowler í grannaslag Liverpool og Everton í ensku úrvalsdeildinni 1999. Hann þóttist þá sniffa vítateigslínuna.
Fowler fékk sex leikja bann fyrir fagnið auk þess sem Liverpool sektaði hann um sextíu þúsund pund.