Handbolti

Mikil­vægur sigur Eyjakvenna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Birna Berg Haraldsdóttir skoraði átt fyrir Eyjakonur.
Birna Berg Haraldsdóttir skoraði átt fyrir Eyjakonur. Vísir/Hulda Margrét

ÍBV vann mikilvægan sex marka sigur er liðið sótti Stjörnuna heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.

Fyrir leikinn sat ÍBV í næstneðsta sæti Olís-deildarinnar með sjö stig, þremur stigum minna en Stjarnan sem sat sæti ofar. Eyjakonur máttu því ekki við því að missa Stjörnukonur lengra frá sér fyrir lokasprett deildarkeppninnar.

Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins, en það var í eina skiptið sem liðið jafði forystuna í leik dagsins. Nokkuð jafnræði ríkti með liðunum framan af fyrri hálfleik, en Eyjakonur sigldu svo fram úr og náðu mest fjögurra marka forskoti fyrir hlé.

Eyjaliðið hleypti heimakonum aldrei of nálægt sér í síðari hálfleik og náði mest sjö marka forskoti. Það bil náðu Stjörnukonur aldrei að brúa og niðurstaðan varð að lokum sex marka sigur ÍBV, 18-24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×