Handbolti

Fær­eyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elias Ellefsen á Skipagötu var öflugur eins og alltaf með færeyska landsliðinu.
Elias Ellefsen á Skipagötu var öflugur eins og alltaf með færeyska landsliðinu. NTB/Stian Lysberg Solum

Færeyska karlalandsliðið í handbolta er í toppsæti síns riðils og á góðri leið inn á Evrópumótið í janúar næstkomandi eftir frábæran útisigur í dag.

Færeyjar og Holland gerðu jafntefli í Færeyjum fyrir fjórum dögum en í dag þá mættu Færeyingar til Hollands og unnu eins marks sigur, 32-31, í æsispennandi leik.

Staðan var jöfn í hálfleik, 15-15, en Færeyingar tóku frumkvæðið með því að skora fimm af fyrstu sjö mörkum seinni hálfleiks.

Færeyska liðið var tveimur mörkum yfir á lokamínútu leikins en hollenska liðið skoraði lokamark leiksins.

Elias Ellefsen á Skipagötu var markahæstur í færeyska liðinu með átta mörk, Óli Mittún soraði sex mörk og Valsmaðurinn Allan Nordberg var með fimm mörk eins og þeir Hákun West Av Teigum og Ísak Vedelsbøl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×