Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2025 09:30 McLaren ökumaðurinn Lando Norris fagnar hér sigri í ástralska kappakstrinum í nótt. AP/Scott Barbour Lando Norris hjá McLaren vann fyrsta formúlu 1 keppni ársins í nótt en þá fór ástralski kappaksturinn fram í Melbourne. Það gekk mikið á í kappakstrinum, veðrið var til vandræða og þrisvar þurfti öryggisbílinn að koma inn. Á endanum munaði nánast engu á fyrstu bílunum því Norris var aðeins 0,8 sekúndum á undan Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistara, í markið. Rigningin setti mikinn svip á keppnina og margir ökumenn klesstu bílana. „Þetta var stórkostlegt en þetta var erfið keppni ekki síst þar sem Max [Verstappen] var á eftir mér. Ég var að reyna að keyra í botni síðustu tvo hringina sem var stressandi en það er æðislegt að byrja tímabilið svona,“ sagði Lando Norris. Norris var á ráspól en Verstappen ræsti þriðji á eftir Oscar Piastri. Piastri missti bílinn sinn út úr brautinni á 44. hring þegar það fór að rigna duglega. Norris tókst aftur á móti að sleppa við sömu örlög og vann sinn fimmta kappakstur á ferlinum. George Russell á Mercedes varð síðan í þriðja sætinu. Alex Albon á Williams bíl varð fjórði og ítalski táningurinn Andrea Kimi Antonell, eftirmaður Lewis Hamilton hjá Mercedes, varði fimmti. Antonell kom reyndar fjórði í markið en var settur niður um eitt sæti fyrir glannakstur. Lewis Hamilton sjálfur var að keppa í fyrsta sinn fyrir Ferrari en varð á endanum að sætta sig við tíunda sætið eftir að hafa misst Piastri fram úr sér í lokin. Charles Leclerc, liðsfélagi Hamilton, varð hins vegar áttundi. Hamilton var reyndar í forystu á 46. hring en bara vegna þess að Ferrari hafi tekið ranga ákvörðun að skipta ekki yfir á regndekkin því hann lenti síðan í vandræðum þegar það kom hellidemba. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Það gekk mikið á í kappakstrinum, veðrið var til vandræða og þrisvar þurfti öryggisbílinn að koma inn. Á endanum munaði nánast engu á fyrstu bílunum því Norris var aðeins 0,8 sekúndum á undan Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistara, í markið. Rigningin setti mikinn svip á keppnina og margir ökumenn klesstu bílana. „Þetta var stórkostlegt en þetta var erfið keppni ekki síst þar sem Max [Verstappen] var á eftir mér. Ég var að reyna að keyra í botni síðustu tvo hringina sem var stressandi en það er æðislegt að byrja tímabilið svona,“ sagði Lando Norris. Norris var á ráspól en Verstappen ræsti þriðji á eftir Oscar Piastri. Piastri missti bílinn sinn út úr brautinni á 44. hring þegar það fór að rigna duglega. Norris tókst aftur á móti að sleppa við sömu örlög og vann sinn fimmta kappakstur á ferlinum. George Russell á Mercedes varð síðan í þriðja sætinu. Alex Albon á Williams bíl varð fjórði og ítalski táningurinn Andrea Kimi Antonell, eftirmaður Lewis Hamilton hjá Mercedes, varði fimmti. Antonell kom reyndar fjórði í markið en var settur niður um eitt sæti fyrir glannakstur. Lewis Hamilton sjálfur var að keppa í fyrsta sinn fyrir Ferrari en varð á endanum að sætta sig við tíunda sætið eftir að hafa misst Piastri fram úr sér í lokin. Charles Leclerc, liðsfélagi Hamilton, varð hins vegar áttundi. Hamilton var reyndar í forystu á 46. hring en bara vegna þess að Ferrari hafi tekið ranga ákvörðun að skipta ekki yfir á regndekkin því hann lenti síðan í vandræðum þegar það kom hellidemba. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1)
Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira