Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2025 11:20 Una Jónsdóttir, er forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 25 punkta í næstu viku. Nefndin kemur saman og kynnir vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að verðbólga hafi hjaðnað um 0,4 prósentustig í febrúar en greiningardeildin telji að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum. Nefndin hafa lækkað vexti á síðustu þremur fundum, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Stýrivextir standa nú í 8 prósentum og munu því samkvæmt spá Landsbankans fara niður í 7,75 prósent. Íslandsbanki spáði í gær sömuleiðis 25 punkta lækkun stýrivaxta í næstu viku. „Verðbólga hefur verið á undanhaldi síðustu mánuði og stýrivextir hafa nokkurn veginn elt hjöðnunina frá því á haustmánuðum. Þegar peningastefnunefnd kom síðast saman, þann 5. febrúar, stóð verðbólga í 4,6%. Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu voru 3,9% en nefndin lækkaði vexti um 0,5 prósentustig og tók raunstýrivextina þannig niður í 3,4%. Verðbólga hjaðnaði svo í febrúar og við það fóru raunstýrivextir aftur upp í 3,8%, þar sem þeir standa nú. Lækkun stýrivaxta um 0,25 prósentustig myndi færa raunstýrivexti niður í 3,55% og ef verðbólga hjaðnar í takt við skammtímaspá okkar yrðu þeir 3,61% í maí þegar peningastefnunefnd kemur saman næst. Við spáum þannig þéttu taumhaldi næstu mánuði, jafnvel þótt verðbólga sé á réttri leið,“ segir í tilkynningunni. Þrjár meginástæður fyrir að nefnin verði á bremsunni Greiningardeildin telur að að peningastefnunefnd verði á bremsunni gagnvart lausara taumhaldi og fyrir því séu í megindráttum þrjár ástæður: Verðbólguvæntingar breytast lítið og horfur á tregbreytanlegri verðbólgu Kraftur í hagkerfinu, aukin neysla og uppsöfnuð innlán Launahækkanir kennara og ólga á vinnumarkaði Um launahækkanir kennara segir greiningardeildin að umsamdar launahækkanir kennara séu nokkuð umfram hækkanir annarra hópa og að samningurinn virtist strax hafa vakið ugg meðal forsvarsmanna annarra hópa á vinnumarkaði. „Umframhækkanir til kennara gætu skapað vantraust í næstu kjarasamningalotu og til skemmri tíma gætu þeir jafnvel skapað launaskrið með því að kynda undir launakröfur víðar á vinnumarkaði. Óróleiki á vinnumarkaði getur haft áhrif á verðbólguvæntingar og þar með á verðbólgu og líklega hafa samningarnir frekar þau áhrif að peningastefnunefnd stigi varlegar til jarðar en ella,“ segir í tilkynningunni, en nánar má lesa um málið á vef Landsbankans. Seðlabankinn Landsbankinn Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,25 prósentur við næstu ákvörðun peningastefnunefndar 19. mars. Telur hún að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025. 12. mars 2025 10:36 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að verðbólga hafi hjaðnað um 0,4 prósentustig í febrúar en greiningardeildin telji að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum. Nefndin hafa lækkað vexti á síðustu þremur fundum, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Stýrivextir standa nú í 8 prósentum og munu því samkvæmt spá Landsbankans fara niður í 7,75 prósent. Íslandsbanki spáði í gær sömuleiðis 25 punkta lækkun stýrivaxta í næstu viku. „Verðbólga hefur verið á undanhaldi síðustu mánuði og stýrivextir hafa nokkurn veginn elt hjöðnunina frá því á haustmánuðum. Þegar peningastefnunefnd kom síðast saman, þann 5. febrúar, stóð verðbólga í 4,6%. Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu voru 3,9% en nefndin lækkaði vexti um 0,5 prósentustig og tók raunstýrivextina þannig niður í 3,4%. Verðbólga hjaðnaði svo í febrúar og við það fóru raunstýrivextir aftur upp í 3,8%, þar sem þeir standa nú. Lækkun stýrivaxta um 0,25 prósentustig myndi færa raunstýrivexti niður í 3,55% og ef verðbólga hjaðnar í takt við skammtímaspá okkar yrðu þeir 3,61% í maí þegar peningastefnunefnd kemur saman næst. Við spáum þannig þéttu taumhaldi næstu mánuði, jafnvel þótt verðbólga sé á réttri leið,“ segir í tilkynningunni. Þrjár meginástæður fyrir að nefnin verði á bremsunni Greiningardeildin telur að að peningastefnunefnd verði á bremsunni gagnvart lausara taumhaldi og fyrir því séu í megindráttum þrjár ástæður: Verðbólguvæntingar breytast lítið og horfur á tregbreytanlegri verðbólgu Kraftur í hagkerfinu, aukin neysla og uppsöfnuð innlán Launahækkanir kennara og ólga á vinnumarkaði Um launahækkanir kennara segir greiningardeildin að umsamdar launahækkanir kennara séu nokkuð umfram hækkanir annarra hópa og að samningurinn virtist strax hafa vakið ugg meðal forsvarsmanna annarra hópa á vinnumarkaði. „Umframhækkanir til kennara gætu skapað vantraust í næstu kjarasamningalotu og til skemmri tíma gætu þeir jafnvel skapað launaskrið með því að kynda undir launakröfur víðar á vinnumarkaði. Óróleiki á vinnumarkaði getur haft áhrif á verðbólguvæntingar og þar með á verðbólgu og líklega hafa samningarnir frekar þau áhrif að peningastefnunefnd stigi varlegar til jarðar en ella,“ segir í tilkynningunni, en nánar má lesa um málið á vef Landsbankans.
Seðlabankinn Landsbankinn Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,25 prósentur við næstu ákvörðun peningastefnunefndar 19. mars. Telur hún að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025. 12. mars 2025 10:36 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,25 prósentur við næstu ákvörðun peningastefnunefndar 19. mars. Telur hún að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025. 12. mars 2025 10:36