Rosengård vann þá 2-0 sigur í Íslendingaslag á móti Linköping. Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlinum en efsta liðið tryggir sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Malmö vann 4-3 sigur á Vaxjö í hinum leik riðilsins í gær.
Guðrún var með fyrirliðabandið hjá Rosengård í leiknum og spilaði að venju í miðri vörn liðsins.
María Ólafsdóttir Gros var einnig í byrjunarliði Linköping og spilaði fyrstu 77 mínúturnar.
Mörk Rosengård í leiknum skoruðu þær Oona Ilona Sevenius á níundu mínútu og Emilie Marie Woldvik á 53. mínútu.