Haukar drógust gegn Izvidac. Fyrri leikurinn fer fram á Ásvöllum 22. eða 23. mars en sá seinni í Bosníu síðustu helgina í mars.
Haukar hafa þegar slegið út Cocks frá Finnlandi, Kur frá Aserbaídsjan og Jeruzalem Ormoz frá Slóveníu í EHF-bikarnum.
Valur vann keppnina í fyrra eins og frægt er orðið. Andstæðingar Vals í úrslitaleiknum þá, Olympiacos, mætir Runar Sandefjord frá Noregi í átta liða úrslitunum núna.
Þá dróst Minaur Baia Mare (Rúmenía) gegn Alkaloid (Norður-Makedóníu) og AEK Aþena (Grikkland) og Partizan (Serbíu) eigast við.
Slái Haukar Izvidac út mæta þeir AEK Aþenu eða Partizan í undanúrslitum keppninnar.