„Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 10:01 Feðgarnir Sigursteinn Arndal og Brynjar Narfi Arndal sjást hér saman í Kaplakrikanum þar sem þeir hafa eytt svo miklum tíma saman. Vísir/Ívar Hann varð yngsti leikmaðurinn í sögunni til að stíga á parketið í efstu deild í handbolta. Brynjar Narfi Arndal er aðeins fjórtán ára og stefnir alla leið í sportinu. Í síðustu viku vann FH stórsigur á Fjölni í Olís deild karla, 38-22. Inn á völlinn kom Brynjar Narfi sem er sonur þjálfarans Sigursteins Arndal. Strákurinn þykir eitt mesta efni sem við Íslendingum eigum. Hann er fæddur 30. júní 2010 eða löngu eftir hrun en er engu að síður farinn að spila í efstu deild. Stefán Árni Pálsson hitti Brynjar Narfa og faðir hans Sigurstein á heimavelli þeirra í Kaplakrika þar sem þeir hafa eytt svo mörgum dögum og kvöldum á ævi stráksins. Voru búnir að huga og ræða þetta „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum búnir að hugsa þetta og ræða þetta í Krikanum. Bæði ég og mínir menn. Það er ekkert leyndarmál að við höfum við að glíma við meiðsli og svona. Narfi hefur verið að æfa með okkur eftir því sem við hefur átt,“ sagði Sigursteinn. „Við erum mjög uppteknir af því að passa upp á álagið á honum líka og gerum okkur grein fyrir kennitölunni. Hann hefur líka staðið sig vel og núna er bara staðan sú að hann er kominn inn í þennan hóp eins og meiðslastaðan er hjá okkur,“ sagði Sigursteinn. „Þá bara treystum við okkar fólki. Það var ekkert eitthvað stórt vesen,“ sagði Sigursteinn um að senda kornungan drenginn sinn út á gólfið meðal fullvaxinna karlmanna. Gaman en auðvitað smá stress „Þetta var gaman en auðvitað fylgir þessu smá stress. Maður er að þessu fyrir þetta,“ sagði Brynjar Narfi en hvenær byrjaði hann að æfa handbolta? „Var ég bara fjögurra eða fimm ára,“ sagði Narfi og horfði á pabba sinn. „Hann er eiginlega bara búinn að vera í töskunni. Ég er búinn að þjálfa hérna síðan ég veit ekki hvenær. Hann var einhvern veginn alltaf mættur með í töskunni. Hann er líka vanur því að vera spila upp fyrir sig,“ sagði Sigursteinn. „Ég er búinn að þjálfa mikið af flokkum og hann er vanur því að vera með eldri drengjum,“ sagði Sigursteinn. Já, ég ætla alla leið „Ég ætla ekki að ljúga því og mig langar alla leið. Ég geri mér líka grein fyrir því að það er svaklega vinna þar á bak við. Já, ég ætla alla leið,“ sagði Narfi. Á hann einhverja íslenska handboltaleikmenn sem fyrirmyndir? „Það er Aron Pálmarsson, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Narfi. Sigursteinn faðir hans brosir og er greinileg sáttu við átrúnaðargoð sonarins. Aron Pálmarsson hefur átt magnaðan feril en hvort strákurinn nái svo langt verður að koma í ljós. Þeir fegðar hafa verið mikið saman í kringum handboltann og keppnisskapið flækir stundum aðeins hlutina. „Ég hef fylgt honum og hans árgangi í mörg ár í yngri flokkunum. Við þekkjum það alveg. Stundum reynir á samskipti okkar feðga,“ sagði Sigursteinn. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan. FH Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Í síðustu viku vann FH stórsigur á Fjölni í Olís deild karla, 38-22. Inn á völlinn kom Brynjar Narfi sem er sonur þjálfarans Sigursteins Arndal. Strákurinn þykir eitt mesta efni sem við Íslendingum eigum. Hann er fæddur 30. júní 2010 eða löngu eftir hrun en er engu að síður farinn að spila í efstu deild. Stefán Árni Pálsson hitti Brynjar Narfa og faðir hans Sigurstein á heimavelli þeirra í Kaplakrika þar sem þeir hafa eytt svo mörgum dögum og kvöldum á ævi stráksins. Voru búnir að huga og ræða þetta „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum búnir að hugsa þetta og ræða þetta í Krikanum. Bæði ég og mínir menn. Það er ekkert leyndarmál að við höfum við að glíma við meiðsli og svona. Narfi hefur verið að æfa með okkur eftir því sem við hefur átt,“ sagði Sigursteinn. „Við erum mjög uppteknir af því að passa upp á álagið á honum líka og gerum okkur grein fyrir kennitölunni. Hann hefur líka staðið sig vel og núna er bara staðan sú að hann er kominn inn í þennan hóp eins og meiðslastaðan er hjá okkur,“ sagði Sigursteinn. „Þá bara treystum við okkar fólki. Það var ekkert eitthvað stórt vesen,“ sagði Sigursteinn um að senda kornungan drenginn sinn út á gólfið meðal fullvaxinna karlmanna. Gaman en auðvitað smá stress „Þetta var gaman en auðvitað fylgir þessu smá stress. Maður er að þessu fyrir þetta,“ sagði Brynjar Narfi en hvenær byrjaði hann að æfa handbolta? „Var ég bara fjögurra eða fimm ára,“ sagði Narfi og horfði á pabba sinn. „Hann er eiginlega bara búinn að vera í töskunni. Ég er búinn að þjálfa hérna síðan ég veit ekki hvenær. Hann var einhvern veginn alltaf mættur með í töskunni. Hann er líka vanur því að vera spila upp fyrir sig,“ sagði Sigursteinn. „Ég er búinn að þjálfa mikið af flokkum og hann er vanur því að vera með eldri drengjum,“ sagði Sigursteinn. Já, ég ætla alla leið „Ég ætla ekki að ljúga því og mig langar alla leið. Ég geri mér líka grein fyrir því að það er svaklega vinna þar á bak við. Já, ég ætla alla leið,“ sagði Narfi. Á hann einhverja íslenska handboltaleikmenn sem fyrirmyndir? „Það er Aron Pálmarsson, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Narfi. Sigursteinn faðir hans brosir og er greinileg sáttu við átrúnaðargoð sonarins. Aron Pálmarsson hefur átt magnaðan feril en hvort strákurinn nái svo langt verður að koma í ljós. Þeir fegðar hafa verið mikið saman í kringum handboltann og keppnisskapið flækir stundum aðeins hlutina. „Ég hef fylgt honum og hans árgangi í mörg ár í yngri flokkunum. Við þekkjum það alveg. Stundum reynir á samskipti okkar feðga,“ sagði Sigursteinn. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.
FH Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira